is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18068

Titill: 
  • Hjálpi mér allir heilagir. Pílagrímsgripir í íslenskum fornleifum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um pílagrímsgripi frá kaþólskum tíma. Þeir hafa ekki verið áberandi í íslenskum fornleifum hingað til. Farið er yfir sögu pílagrímsferða Íslendinga og annarra Evrópubúa. Aðallega er þar sjónum beint að ferðum innan Evrópu. Litið er á helgiskríni í íslensku og erlendu samhengi en aðeins tvö íslensk helgiskríni hafa varðveist frá miðöldum og er eingöngu annað þeirra geymt á hér á landi. Hitt er í Kaupmannahöfn. Skoðaðir eru hvers konar gripir það voru sem pílagrímar keyptu en þeir voru margskonar, en þeir eiga það sameiginlegt að vera frekar smáir og framleiddir úr ódýrum efnivið. Gífurlega mikið hefur fundist af pílagrímsgripum bæði í Englandi og Hollandi. Gott yfirlitsrit hefur verið gefið út í Englandi og Frakklandi yfir fundna gripi og er búið að opna gagnagrunn á netinu í Hollandi. Farið var yfir gripi sem fundist hafa á Íslandi sem gætu verið pílagrímsgripir. Var litið á gögn frá nokkrum uppgröftum og leitað að gripum tengdum pílagrímsferðum þaðan sem og í gagnagrunninum Sarpi. Áhugavert er að velta fyrir sér hvort pílagrímsgripir hafi verið framleiddir hér á landi en ekki hafa fundist hingað til minjar um það.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18068


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð_Guðrún Helga Jónsdóttir.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna