is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18071

Titill: 
  • Stjórnun viðskiptatengsla: Skynjun starfsmanna á notagildi og ávinningi af stjórnun viðskiptatengsla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stjórnun viðskiptatengsla sem sérsvið hefur verið að þróast hratt síðastliðin ár en um er að ræða markaðs- og tölvukerfi sem nýta má til þess að efla tengsl við viðskiptavini. Stjórnun viðskiptatengsla verður sífellt veigameiri þáttur í velgengi fyrirtækja þar sem samkeppni er hörð. Það er því helsta verkefni stjórnenda að finna leiðir til þess að sinna viðskiptavinum betur en samkeppnisaðilar. Þegar fyrirtæki innleiðir stjórnun viðskiptatengsla þarf það að taka upp nýtt tölvukerfi og að breyta vinnuumhverfi starfsmanna. Til þess að hámarka notagildi og ávinning er því mikilvægt að huga ekki einungis að tölvubreytingum, heldur einnig þeim breytingum er snerta starfsfólkið.
    Rannsókn þessi er gerð í samvinnu við Skeljung, en fyrirtækið er í þann mund að hefja innleiðingu á stjórnun viðskiptatengsla. Markmið rannsóknaverkefnisins er að skoða hvort starfsmenn Skeljungs skynji og skilji mikilvægi stjórnunar viðskiptatengsla og hvort þeir sjá notagildi og ávinning af því að innleiða stjórnun viðskiptatengsla. Jafnframt verður skoðað hvort starfsmenn Skeljungs séu móttækilegir fyrir breytingum. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: Hver er skynjun starfsmanna Skeljungs á notagildi og ávinningi þess að innleiða stjórnun viðskiptatengsla? Eru starfsmennirnir móttækilegir fyrir breytingum? Í ljós kom að starfsmenn Skeljungs telja notagildi og ávinning hljótast af stjórnun viðskiptatengsla. Þá eru starfsmenn Skeljungs mitt á milli þess að vera móttækilegir og ekki gagnvart breytingum. Því þarf Skeljungur að huga vel að starfsfólki sínu í breytingaferlinu eigi innleiðingin að bera árangur.

Athugasemdir: 
  • Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í þrjú ár.
Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18071


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
11.05.2014.Hildur.Gudjonsdottir-netið.pdf629.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna