is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18073

Titill: 
  • „Ólafur muður, ætlarðu suður?“ Um hljóðbreytinguna nnr > ðr
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í íslensku á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Viðfangsefni hennar er hljóðbreytingin nnr > ðr, sem kom til sögunnar á skeiði síðfrumnorrænu. Hún náði í upphafi til bæði austur- og vesturnorrænu málanna, að dönsku frátalinni, en hún virðist hafa verið líflegust í íslensku og varðveita íslenskar heimildir fornar aragrúa orðmynda sem til urðu við breytinguna. Ekki er þó víst að þær hafi allar verið afleiðingar hinnar upprunalegu hljóðbreytingar heldur gæti hugsast að sumar þeirra hafi fremur orðið til við áhrifsbreytingar.

    Í ritgerðinni verður saga breytingarinnar og þróun hennar rakin auk þess sem gefið verður yfirlit yfir rannsóknarsöguna, sem spannar hálfa þriðju öld. Þá verður einnig fjallað um þau dæmasöfn sem útbúin voru við rannsóknina og eru birt í viðaukum I-IV, en þau ná yfir dróttkvæði, handritið GKS 2365 4to (Konungsbók Eddukvæða), lausamálstexta (ONP) og sérnöfn. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar fylgir greining á dæmasafninu sem heild og þróunin verður rakin fram til nútímamáls. Von höfundar er sú að dæmasafnið, sem er hið viðamesta af öllum þeim sem fyrir liggja, geti gefið skýrari yfirsýn yfir sögu breytingarinnar.

    Engin þröngt afmörkuð rannsóknarspurning liggur verkinu til grundvallar. Því er fremur ætlað að vera heildstæð lýsing á hljóðbreytingunni nnr > ðr.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_finaing_2014.pdf762.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðauki I - Dróttkvæði (FJ - I.).pdf221.68 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki II - Dróttkvæði (FJ - II.).pdf117.63 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki III - Codex Regius.pdf103.97 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki IV - ONP (Stafrófsröð).pdf236.32 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf289.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF