is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18074

Titill: 
  • Þáttur sjávarfangs í kínverskri læknisfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Kínversk menning og þar með talin kínversk læknisfræði á sér aldalanga sögu sem jafnvel er hægt að telja í árþúsundum. Sá þáttur kínverskrar menningar sem er að öllum líkindum best þekktur á Vesturlöndum er kínversk matarmenning sem hefur breiðst verulega út, meðal annars með mikilli fjölgun á kínverskum veitingahúsum á undanförnum árum og áratugum. Flestir Vesturlandabúar velja sér mat af matseðlinum eftir persónulegum smekk, en færri vita að Kínverjar velja bæði hráefni og nálgast eldamennsku einnig með hliðsjón af virkni matvælanna á heilsu og líkamsstarfsemi.
    Markmiðið með þessari ritgerð er að lýsa hefðbundinni kínverskri læknisfræði og gera grein fyrir tengslum hennar við matvæli, sérstaklega sjófang. Einnig skal grennslast fyrir um hvað gerir þessi matvæli svo eftirsótt af Kínverjum og öðrum þeim sem aðhyllast kínverska læknisfræði og að lýsa því í hverju þetta mikilvægi felst og reyna að varpa ljósi á hvort og þá hvað gæti útskýrt lækningamátt þeirra. Þá er ætlunin að ræða möguleika Íslendinga á að afla hráefna sem nýst gætu í kínverskri læknisfræði.
    Fram kemur að meðan Vesturlandabúar tengja eiginleika matvæla við efnasamsetningu þeirra og næringargildi tengir kínversk læknisfræði og heimspeki eiginleika matvælanna við áhrif þeirra á líkamsstarfsemina. Ýmsar rannsóknir á mönnum og dýrum hafa staðfest að hinir gömlu Kínverjar höfðu rétt fyrir sér hvað varðar áhrifin á líkamsstarfsemina í heild sem og á einstaka sjúkdóma.
    Við Ísland eru fjölmargar lífverur í sjó sem eru skyldar þeim tegundum sem Kínverjar og aðrar þjóðir í Austur-Asíu hafa nýtt í lækningaskyni um aldaraðir. Eftir er að vita hvort þær tegundir sem eru við Íslandsstrendur innihaldi svipuð virk efni og sambærilegar tegundir sem Kínverjar hafa notað lengi. Ljóst er að sumar sjávarafurðir sem Kínverjar leggja sér til munns geta verið mjög dýrar og eru kannski eftirsóttar til að sýna ákveðna stöðu. Þær tegundir sem áhugavert væri að kanna sérstaklega eru sæbjúgu, þörungar og marglyttur.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18074


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdanna2014.pdf782.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna