is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18082

Titill: 
  • Krísustjórnun: Viðbrögð Vodafone í kjölfar innbrots
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Starfsmenn Vodafone á Íslandi vöknuðu upp við vondan draum aðfaranótt laugardagsins 30. nóvember 2013 þegar ljóst var að brotist hafði verið inn á heimasíðu fyrirtækisins og hún eyðilögð. Strax var hafist handa við að meta skaðann sem orðið hafði, koma heimasíðunni aftur í samt horf og vinna að uppbyggingu á mannorði fyrirtækisins eftir þessa árás.
    Helstu markmið þessa verkefnis og rannsóknar var að svara rannsóknarspurningunni „Hvernig stóðst krísustjórnun Vodafone samanburð við fræðilega umfjöllun um árangursríka krísustjórnun eftir innbrotið á heimasíðu fyrirtækisins 30. nóvember 2013?“. Til að svara henni vildi rannsakandi skoða hvernig Vodafone stóð sig út á við í krísustjórnun þegar þetta atvik kom upp. Einnig vildi rannsakandi reyna að komast að því hvort að gjörðir fyrirtækisins í kjölfarið af innbrotinu hafi hjálpað fyrirtækinu við að endurbyggja mannorð sitt. Það er skoða hvað þeir gerðu vel, hvað hefði mátt fara betur og hversu mikið innbrotið skaðaði verðmæti fyrirtækisins.
    Gerð var tilviksrannsókn á viðbrögðum Vodafone og voru til þess notuð gögn sem birtust á netmiðlum eftir innbrotið, bæði gögn beint frá Vodafone sem og gögn sem birtust í fréttamiðlum og á heimasíðum annarra fyrirtækja. Var gögnunum raðað upp í tímalínu og þau svo greind með fræði krísustjórnunar til hliðsjónar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að Vodafone hafi í heildina staðið sig vel í krísustjórnun eftir þennan atburð. Líkt og alltaf er eitthvað sem hefði mátt betur fara en rannsakandi telur að fyrirtækið hafi lært á þessu og sé enn betur í stakk búið til þess að verjast netárásum í framtíðinni og takast á við krísur af þessari stærðargráðu. Einnig hefur Vodafone núna möguleikann á að aðstoða og leiðbeina öðrum fyrirtækjum í því hvernig megi forðast slíkar árásir.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18082


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir.pdf770.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna