is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18084

Titill: 
  • Vinsældir vefverslana. Rannsókn á kostum og ókostum vefverslana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinsældir vefverslana hafa farið sívaxandi á síðastliðnum árum og hefur þessi þróun haft áhrif á íslenskar verslanir í kjölfarið. Breytt kauphegðun er talin ein helsta ástæðan fyrir þessari þróun. Í þessari ritgerð er áhersla lögð á að skoða vinsældir íslenskra og erlendra vefverslana ásamt því að sjá hvernig kauphegðun neytenda er háttað þegar verslað er á internetinu. Markaðsfærslan og mikilvægi hennar er hér höfð að leiðarljósi.
    Þessi ritgerð leitast eftir því að svara hverjir séu helstu kostir og ókostir vefverslana og var því megindleg rannsókn framkvæmd. Rannsóknin var í formi spurningalista og var lögð fyrir á internetinu. Hentugleikaúrtak var notað og alls fengust 100 svör.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leyddu í ljós að helsti kostur vefverslana væri fyrst og fremst lægra verð og var hægt að draga þá ályktun að fólk væri tilbúið að bíða lengur eftir því að fá vörurnar í hendurnar til þess að fá lægra verð af vefverslunum. Aðrir kostir vefverslana voru þægindi og vöruúrval. Helsti ókostur vefverslana var fyrst og fremst það að fólk gat ekki snert eða mátað vöruna sem hélst í hendur við þær niðurstöður að helsta varan sem fólk verslaði á internetinu væri fatnaður. Aðrir ókostir voru ekki með eins hátt svarhlutfall en þeir voru hætta á falsaðri vöru og að fólk treysti ekki að láta greiðslu- og persónuupplýsingar á internetið.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18084


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs ritgerð, Hildur Ýr Þráinsdóttir (1).pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna