is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18092

Titill: 
  • Skuldaleiðréttingin: Áhrif á mismunandi samfélagshópa
  • Titill er á ensku Household debt relief: Impact on different community groups
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ein helsta umræðan í þjóðfélaginu síðustu árin eftir hrun hefur verið áhrif hrunsins á fjárhagsstöðu heimila í landinu. Stjórnmálaflokkar hafa barist fyrir því að koma þeim heimilum til bjargar sem komu verst út úr hruninu og þeir stjórnmálaflokkar sem lofuðu björgunaraðgerðum hafa aukið fylgi sitt mest. Ríkisstjórnin leggur til að þau heimili sem skulduðu fasteignalán árin 2008-2009, og urðu fyrir forsendubresti, fái skuldaleiðréttingu á kostnað ríkissjóðs. Ríkisvæðing á einkaskuldum kemur öllum við og er réttmæti aðgerðarinnar mikið rökrædd í þjóðfélaginu.
    Fyrirhuguð aðgerð hefur það markmið að lækka húsnæðisskuldir heimila og er tvíþætt, annars vegar niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar að veita leyfi fyrir því að ráðstafa séreignasparnaði skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins næstu 3 ár. Hámarks niðurfærsla á hvert heimili er 4 milljónir. Heildarumfang aðgerðarinnar er talið vera um 150 milljarðar króna sem dreifist á fjögur ár.
    Í ritgerðinni er farið yfir hvernig aðgerðirnar virka, hverjir eiga rétt á henni og hver áhrif hennar verða á mismunandi samfélagshópa.
    Niðurstaða ritgerðarinnar var sú að aldursgreining sýndi að fólk á aldrinum 30-50 ára mun fá hæstu niðurfærsluna að meðaltali. Hjón með börn er sú fjölskyldugerð sem fær mestu niðurfærslu að meðaltali á meðan einstaklingar fá minnst að meðaltali. Færa mætti rök fyrir því að það eigi ekki allir skilið sömu niðurfærslu, en með því að bera saman þróun á markaðsverði fasteigna við verðbólgu kom í ljós að þeir sem tóku lán fyrir árið 2005 eru í betri stöðu heldur en þeir sem tóku lán á árunum 2005-2009 ef litið er á raunvirði fasteigna þeirra í dag.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18092


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leifur_Grétarsson_BS.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna