is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18096

Titill: 
  • Sólarorka: Fjárhagsleg greining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Endurnýjanlegir orkugjafar hafa verið ofarlega í huga höfundar um langt skeið, var það kveikjan að ritgerð þessari.
    Verður hin fræðilega umfjöllun um endurnýjanlega orkugjafa, hverjir þeir eru og þá sérstaklega fjallað um sólarorku. Orka er nokkuð sem Ísland skortir ekki en sólina hefur stundum vantað. Verður tekist á við tæknilegar og kostnaðarlegar útfærslur við nýtingu sólar. Skoðaðar verða breytur sem hafa áhrif á magn orku sem kerfið býr til.
    Rannsókn þessi leiddi í ljós að nýting sólarorku er fýsilegur langtímakostur og er tæknilega framkvæmanlegur. Sýnir þróunin að sólarorka er að verða samkeppnishæfur virkjanakostur fyrir heimili á Íslandi. Kostnaður búnaðar hefur lækkað mikið í verði síðustu árin og samhliða því hefur nýtni og gæði aukist. Við rannsókn þessa voru settar upp sviðsmyndir fyrir mismunandi heimili.
    Fjárhagsleg greining sýnir að arðsemi nýtinganlegrar sólarorku er mikill sé horft til langs tíma. Útreikningar sýna að sólarorka ætti að vera orðin arðsöm innan fárra ára. Minnst 25 ára líftími vörunnar gerir það að verkum að um langvinnan ábata er að ræða og hefur komið í ljós að sólarorka getur verið í rekstri í 40 ár án mikilla vandamála. Lágur viðhalds- og rekstrarkostnaður gerir sólarorku að fýsilegum kosti. Rannsakandi skoðaði breytur sem hafa áhrif á verð og gerðir voru núvirðisútreikningar. Þegar núvirði er reiknað kemur í ljós hvað lítil breyting getur haft mikil áhrif á heildarútkomuna. Niðurstaða rannsóknarinnar gefur vísbendingar um að innan fárra ára verði nýting sólarorku jafnvígur öðrum kostum þegar kemur að vali á orkugjafa.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sólarorka_BS_2014_05_12_lok.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna