is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18103

Titill: 
  • Ástæður og verkleg skynsemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í bók sinni Náttúrulegir kostir reynir enski heimspekingurinn Philippa Foot öðrum þræði að rökstyðja tvennt: í fyrsta lagi að til séu hlutlæg siðferðileg sannindi; og að vensl þessara sanninda og verklegrar skynsemi (e. practical rationality) gefi okkur ástæður til siðlegrar breytni sem eru óháðar vilja okkar og öðrum tilfinningalegum þáttum. Þorsteinn Gylfason, Vilhjálmur Árnason og Kristján Kristjánsson hafa allir ritað um vensl þessara hugtaka og voru ekki á einu máli um niðurstöðurnar. Vilhjálmur varði skynsemishyggju um siðferðileg verðmæti. Þorsteinn og Kristján gerðu meira úr þætti viljans í siðferðilegri breytni. Þorsteinn gerði einnig að umtalsefni meðferð hugtaka eins og rök og afleiðsla í samhengi siðferðilegra ályktana. Þorsteinn og Kristján færðu rök fyrir hugmyndum sem túlka mætti sem sjálfdæmishyggju um siðaboð. Bæði Vilhjálmur og Foot eru á þeirri skoðun að sú niðurstaða sé ótæk og leiði til siðferðilegs afstæðis.
    Í þessari ritgerð skoða ég kenningu Foot í ljósi skrifa þeirra Vilhjálms, Þorsteins og Kristjáns. Ég skoða verklega skynsemi, ástæður til breytni og siðferðileg verðmæti frá ólíkum sjónarhólum. Það er mitt mat eftir að hafa íhugað þessar hugmyndir að til séu hlutlæg siðferðileg verðmæti sem séu okkur til leiðbeiningar um það hvernig eigi að lifa lífinu. En ég færi einnig rök fyrir því að þó svo að viljinn sé hluti af fullnaðar útskýringu á siðferðilegri breytni þá leiði það okkur ekki út í sjálfdæmishyggju um siðferðilegar ástæður til breytni eða siðaboð. Afstöðu minni má lýsa sem hluthyggju um siðferðileg verðmæti og raunhyggju um hvata siðferðilegrar breytni.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Albert Gudjonsson.pdf626.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna