is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18108

Titill: 
  • Lögreglan og samfélagsmiðlar: Ímynd og orðspor
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almenningur á Íslandi hefur lengi borið mikið traust til lögreglunnar en minna er vitað um þá ímynd sem lögreglan hefur í huga almennings. Ritgerð þessi fjallar um samskipti lögreglu og almennings í gegnum samfélagsmiðla á internetinu og hvernig hægt er að skapa viðskiptatengsl milli opinberrar stofnunar og almennings. Auk þess er fjallað um hvernig nota megi þessi tengsl til að skapa stofnun ákveðna ímynd í huga almennings. Litið er á samskipti löggæsluyfirvalda fyrr og nú, ímyndasköpun því tengdu og löggæslu hér á landi. Auk þess eru helstu samfélagsmiðlar nútímans skoðaðir og athugað hvernig Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nýtir sér þá við löggæslustörf. Þá verður litið á notkun annarra stofnana og félagasamtaka á samfélagsmiðlum og hvernig nota má samfélagsmiðla við stjórnun viðskiptatengsla. Könnun var gerð með það að leiðarljósi að sjá hver áhrif samfélagsmiðla Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru á ímynd lögreglunnar sjálfrar og störf hennar. Einnig var athugað hvort fólk geti hugsað sér að fylgjast með fleiri opinberum stofnunum á samfélagsmiðlum. Niðurstöður könnunar voru þær að notkun lögreglunnar á samfélagsmiðlum hefur góð áhrif ímynd lögreglunnar. Fólk sér lögregluna í nýju ljósi og kynnist mannlegu hlið lögreglunnar. Áhugi fyrir öðrum opinberum stofnunum á samfélagsmiðlum var hins vegar ekki jafnafgerandi mikill og áhuginn fyrir núverandi samfélagsmiðlum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-verkefni - Viðskiptafræði - Markús Benediktsson - FINAL.pdf793.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna