is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18110

Titill: 
  • Hvernig vilja Íslendingar að staðið verði að fjármögnun á uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland hefur á síðustu árum verið vinsæll áfangastaður ferðamanna. Mikill fjöldi fólks sækir Ísland heim á hverju ári og hefur það orðið til þess að ferðaþjónusta er orðin ein mikilvægasta útflutningsgrein Íslendinga. Náttúra Íslands er eitt helsta aðdráttarafl erlendra ferðamanna og mikilvægt að gæta þess að hún verði ekki fyrir óafturkræfum skemmdum vegna ásóknar þeirra. Þegar áfangastaður nær jafn miklum vinsældum og Ísland hefur náð á síðustu árum þarf að eiga sér stað mikil uppbygging, viðhald og verndun á náttúrulegu umhverfi svo hægt sé að taka á móti þessum mikla fjölda ferðamanna og stuðla þannig að áframhaldandi farsælum vexti ferðaþjónustunnar. Því fylgja að sjálfsögðu einhverjar breytingar á umhverfi viðkomandi staða. Þessu ferli breytinga er lýst með lífsferilslíkani áfangastaða sem sett var fram af Butler árið 1980. Líkanið er nátengt þolmörkum ferðaþjónustu og vert að gæta þess að þau séu virt.
    Ferðaþjónusta Íslands einkennist í dag af örum vexti og mikil uppbygging þarf að eiga sér stað á skömmum tíma. Það þarfnast töluverðs fjármagns sem ekki virðist vera til í ríkissjóði. Því þykir ástæða til þess að grípa til aðgerða og undirbúa stjörnvöld nýja tekjulind sem kallast náttúrupassi. Það þýðir að allir, einnig Íslendingar, verða að borga fyrir aðgengi að helstu náttúruperlum landsins.
    Framkvæmd var megindleg rannsókn með þátttöku 597 Íslendinga þar sem afstaða til gjaldtöku var könnuð. Niðurstöður hennar sýna að flestir þátttakendur töldu komu- og brottfarargjöld henta best til fjármögnunar á uppbyggingu og viðhaldi ferðamannastaða. Meirihluti þátttakenda virtist sammála því að hér yrði að útbúa nýja tekjulind eða gjaldtökuaðferð en að náttúrupassi væri ekki endilega rétta leiðin. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að upplýsa þyrfti almenning mun betur um ástæðu þess að aðrar aðferðir væru útilokaðar og að náttúrupassi væri talinn besti kosturinn.
    Þó nokkur skilaboð bárust í tengslum við rannsóknina, margir vildu koma á framfæri skoðunum sínum um mikilvægi og þörf slíkrar rannsóknar þar sem viðfangsefnið snertir alla landsmenn á einn eða annan hátt. Niðurstöður ættu að nýtast yfirvöldum og upplýsa þau um afstöðu almennings ásamt upplýsingaþörf hans um mismunandi gjaldtökuaðferðir.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.SigrunThormods.Lokautg (2).pdf858.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna