is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18118

Titill: 
  • Börn án fylgdarmanns: Staða þekkingar og afdrif barnanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða stöðu þekkingar í málaflokknum börn án fylgdarmanns. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hver er staða þekkingar í málaflokknum? Hver er líðan barnanna og hver eru afdrif þeirra? Hvernig getur vinna félagsráðgjafa nýst þessum hópi og hvað þurfa þeir að hafa í huga þegar unnið er með börnunum? Helstu rannsóknir sem gerðar hafa verið um þetta efni og staðan hér á landi er skoðuð. Þar sem börn án fylgdarmanns er sérstaklega viðkvæmur hópur verða líkamlegar og andlegar afleiðingar flóttans skoðaðar sem og afdrif þeirra í nýja landinu. Að lokum verður skoðað hvernig vinna félagsráðgjafa með börnunum nýtist og hvernig er best að hátta henni. Ritgerðin er heimildarritgerð og við gerð hennar eru notuð gögn úr ritrýndum tímaritum, bókum, skýrslum og af veraldarvefnum til þess að svara rannsóknarspurningunum. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að ekki séu til nægar upplýsingar um börn án fylgdarmanns. Sum svið málaflokksins hafa verið rannsökuð meira en önnur, til dæmis er töluverð þekking til staðar um andleg vandamál barnanna en minni um líkamleg vandamál. Ísland er á eftir nágrannalöndum sínum í þekkingu um málaflokkinn og þjónustu við börnin en hingað hafa ekki komið eins mörg börn án fylgdarmanns eins og til hinna norðurlandanna. Niðurstöðurnar benda einnig til að félagsráðgjöf sé fag sem nýtist vel í vinnu með börnum án fylgdarmanns og að flóttabörn nái að aðlagast nýja samfélaginu nokkuð vel.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börnánfylgdarmanns, BA.pdf669.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna