is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18121

Titill: 
  • Snúum vörn í sókn. Íslenskan hugbúnað og íslenskt námsefni fyrir íslensk grunnskólabörn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það ætti að vera hverjum manni ljóst að upplýsingatækni hefur undanfarin ár og áratugi haft sífellt meiri áhrif á íslenskt mál og málnotkun – fer veraldarvefurinn þar framarlega í flokki auk þess sem ýmis konar ,,öpp“ (hér eftir kölluð smáforrit) eru farin að flokkast sem nauðsynjar. Skoðanir fólks á þessum áhrifum eru æði misjafnar, á meðan sumir hræðast þróunina eru aðrir hrifnir og sjá í hillingum þá hagnýtingu sem upplýsingatækni hefur upp á að bjóða. En það kemur sífellt betur í ljós að þessi hagnýting er tvíeggjað sverð og ef ekki er rétt farið að getur hún snúist gegn okkur, t.d. hvað varðar íslenskt mál.
    Íslensk máltækni er nokkuð ný af nálinni og íslenska er vissulega á eftir grannmálunum hvað sum svið almennrar máltækni varðar. Ýmsu hefur þó verið áorkað á síðustu árum og vonir eru til að framtíðin beri frekari framfarir í skauti sér. Börn eru sífellt yngri þegar tölvur eru orðnar hluti af þeirra daglega lífi og telja má mikilvægt að það umhverfi sem þau kynnast þar sé að sem mestu leyti á íslensku.
    Í þessari ritgerð verður saga íslenskrar máltækni skoðuð í grófum dráttum auk þess sem litið verður til framtíðar og staðan skoðuð með tilliti til innleiðingar spjaldtölva í grunnskólakennslu. Þá verður sérstaklega haft í huga hvort íslensk máltækni sé undir það búin að samhliða slíkri innleiðingu verði fyrst og fremst boðið upp á íslenskan hugbúnað og íslenskt námsefni. Er hag okkar ekki best borgið með því að snúa vörn í sókn og gera það besta úr þeim aðstæðum sem nú þegar hafa skapast?

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-Tinna_Frímann.pdf491.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna