is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18122

Titill: 
  • Fjölgun hótelherbergja í Reykjavík á komandi árum. Er aukningin raunhæf?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið höfundar með þessu verkefni er að skoða framboðsaukningu á hótelherbergjum í Reykjavík á komandi árum. Höfundur leggur áherslu á að skoða aukningu hótelherbergja miðað við aðstæður á hótelmarkaðinum í Reykjavík með tilliti til nýtingar, arðsemi og fjölgun ferðamanna.
    Ljóst er að fyrirhuguð fjölgun hótelherbergja í Reykjavík er mikil en höfundur telur mikla þörf á því að rannsaka og meta raunverulega framboðsaukningu hótelaherbergja í Reykjavík. Þetta verkefni er því ætlað að meta hvort raunhæft sé að auka framboð eins mikið og fyrirhugað er.
    Helstu niðurstöður sýna að arðsemi hótela í Reykjavík er ekki jafn góð og arðsemi hótela á landsbyggðinni en um 60% hótela í Reykjavík skiluðu tapi árið 2012. Nýting hótelherbergja í Reykjavík er mun betri en á landsbyggðinni en munurinn árið 2013 var rúmlega 33%. Þrátt fyrir þennan mikla mun á nýtingu er hagnaður á hvert herbergi í Reykjavík fyrir skatta neikvæður. Niðurstöður sýna einnig að hótelmarkaðurinn í Reykjavík er flatur þegar kemur að samkeppni að því leytinu til að mikið er af hótelum í sama gæðaflokki og er því um einhæft val að ræða fyrir viðskiptavini. Þetta hefur í för með sér lægra verð á hótelherbergjum, þá sérstaklega yfir vetrartímann en árstíðarsveiflur í komu ferðamanna til landsins gera hótelum með þungan rekstrarkostnað erfitt fyrir. Ljóst er að hótelherbergjum mun fjölga um 1.500 herbergi til ársins 2017 en um er að ræða aukningu upp á rúmlega 44% en á sama tíma gera hóflegar spár ráð fyrir um 38% aukningu ferðamanna á sama tímabili.
    Þá eru ferðamenn í meira mæli að velja fjölbreyttara úrval gistiþjónustu en árið 2012 gistu 77% allra ferðamanna á hótelum en árið 2013 var hlutfallið komið í 70%.
    Að mati höfundar er aukning hótelherbergja á næstu árum of mikil en ef ekki á illa að fara þarf fjölgun ferðamanna að verða mikil en einnig þarf að skapa frekari fjölbreytni fyrir ferðamenn í hótelgistingu í Reykjavík.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18122


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atli Björn Ingimarsson 0211872169.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna