is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18126

Titill: 
  • Meðgöngusykursýki : upplifun kvenna af fræðslu og eftirfylgni
  • Titill er á ensku Gestational diabetes mellitus – women‘s experience of patient education and follow-up
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsóknaráætlun er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna þörf á fræðslu og eftirfylgni fyrir konur sem greinast með meðgöngusykursýki (MGS). Í rannsókninni verður leitast við að svara spurningunni: Hver er upplifun kvenna, sem greinst hafa með meðgöngusykursýki, af fræðslu og eftirfylgni? Markmið rannsóknarinnar er að niðurstöður hennar auki þekkingu á þörfum þessara kvenna hvað varðar fræðslu og eftirfylgni. Rannsóknaraðferðin verður eigindleg, nánar tiltekið Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði. Úrtakið mun samanstanda af 10 konum á aldrinum 18 – 45 ára sem greinst hafa með MGS um allt land á ákveðnu tímabili. Gagnasöfnun mun fara fram með viðtölum þar sem notaður verður hálf-staðlaður spurningarammi.
    MGS er vaxandi vandamál um allan heim. Sjúkdómurinn er í flestum tilfellum einkennalaus og eru ýmsir áhættuþættir sem auka líkur á að konur þrói með sér MGS. Þrátt fyrir það getur allt að helmingur kvenna sem greinist verið án allra áhættuþátta. Töluvert misræmi er til staðar á heimsvísu hvað varðar skimun, greiningu, meðferð, fræðslu og eftirfylgni sem mikilvægt er að útrýma.
    Það er von höfunda að niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar auki þekkingu á þörfum kvenna sem greinst hafa með MGS fyrir fræðslu og eftirfylgni. Vonast er eftir að niðurstöðurnar hafi einnig jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið, þar sem með aukinni þekkingu á þörfum kvennanna væri hægt að stuðla að samræmi í fræðslu og eftirfylgni og efla þjálfun heilbrigðisstarfsfólks í þjónustu við þessar konur. Ef vel er staðið að þessum málum má áætla að meðferðarheldni kvennanna verði betri, og að minnka megi þá óvissu sem konurnar kunna að upplifa.
    Lykilhugtök: Meðgöngusykursýki (MGS), áhættuþættir, fylgikvillar, fræðsla, eftirfylgni.

  • Útdráttur er á ensku

    This research proposal is the final project in obtaining a Bachelor's degree in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of this paper is to answer the research question: What is the experience of women diagnosed with gestational diabetes mellitus (GDM) of the required patient education and follow-up regarding this disease? The research will be based on a qualitative research method called the Vancouver School of phenomenology. The sample consists of ten women ranging from ages 18 – 45, who have been diagnosed with GDM in Iceland during a set period. Data will be collected by interviewing the women, using a semistructured questionnaire.
    GDM is an increasing problem all around the world. This disease is most often asymptomatic and there are some factors that place women at a greater risk for the development of the disease. Approximately half of the women diagnosed with GDM may not have any of the common underlying risk factors. There is a discrepancy in screening, diagnosing, treatment, patient education and follow-up related to GDM which is important to eliminate.
    It is the authors’ expectations that the results of the research could increase knowledge of the needs of women diagnosed with GDM for improved patient education and follow-up. Hopefully the results will also have a positive effect on the health care system, by contributing to a consensus in these matters and improve the training of the professionals that take care of these women. By expanding on this knowledge, it may possibly reduce the uncertainty women with GDM may experience and thus increase the compliance of health care needs and crucial follow-up related to this condition.
    Key concepts: Gestational Diabetes Mellitus (GDM), risk factors, complication, patient education, follow-up.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðgöngusykursýki - upplifun kvenna af fræðslu og eftirfylgni.pdf579.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna