is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18137

Titill: 
  • Hinn hins. Um draugagang sjálfsverumótunar hjá Levinas, Derrida og Butler
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir kenningum franska heimspekingsins Emmanuels Levinas (1906-1995) á sviði fyrirbærafræði um mannleg samskipti einstaklinga, með sérstakri áherslu á Hinn, sem Levinas setti fram í bók sinni Heild og óendanleiki frá árinu 1961.
    Fyrirbærafræði Levinas leitast við að lýsa uppruna sjálfsverunnar. Í því sambandi gegnir hugmyndin um samfundinn augliti-til-auglitis við Hinn lykilhlutverki. Í þessum samfundi verður sjálfsveran siðfræðilega ábyrg gagnvart hinum. Samkvæmt Levinas er sjálfsveran upprunalega í slíkum samhuglægum tengslum, áður en hægt er að skilgreina huglægni hennar. Levinas kallar þessi tengsl hina einu sönnu heimspeki, eða siðfræði. Veruleikinn er hins vegar undirlagður af þeirri frumspeki er nefnist verufræði, sem að mati Levinas er heimspeki ofbeldis og valds. Þar er komin skýringin á titli bókar Levinas, en heildin táknar hin verufræðilegu tengsl á meðan óendanleikinn táknar hin siðfræðilegu tengsl – og þar með andlitið og Hinn. Heimspeki Levinas er viðfangsefni fyrsta hluta ritgerðarinnar.
    Í öðrum hluta er tekin fyrir gagnrýni franska heimspekingsins Jacques Derrida (1930-2004) á hendur Levinas. Derrida bendir á óumflýjanleika þess veruleika sem Levinas vill komast út úr. Sjálfsveran er mynduð í heimi óræðrar merkingar. Orðræða Levinas er bundin hefð og sú hefð hefur tvíræða merkingu, og af þeim sökum verður merkingin ávallt óáþreifanleg. Með öðrum orðum er ómögulegt að gera grein fyrir óendanleika sjálfsverunnar án tillits til endanleika hennar, þar sem hvort um sig útskýrir tilurð hvors annars.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar er leitað til bandaríska heimspekingsins Judith Butler og skoðað hvort – og þá hvernig – Hinn (samkvæmt Levinas) geti tileinkað sér orðræðu í heimi óræðrar merkingar (í anda Derrida), sem gerir honum kleift að fást við samfélagið og lifa lífvænlegu lífi. Í því skyni verða tengsl verufræði og pólitíkur skoðuð.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18137


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba-fylkir.pdf432.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna