is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18139

Titill: 
  • „Myrkrið er minn nánasti vinur.“ Sálmur 88 skoðaður
    í ljósi rannsókna á Saltaranum og þunglyndisprófs Becks
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um 88-sálm Saltarans á nokkuð nýstárlegan hátt.
    Hann þykir hafa sérstöðu meðal hinna 150 sálma Gamla testamentisins sem erfikenningin hefur eignað eða tileinkað Davíð konungi. Sálmurinn, sem flokkaður er sem harmsálmur, er þeirra bölsýnastur. Hinir harmsálmarnir fela yfirleitt í sér umskipti þannig að örvænting, ángist og harmur breytist í fullvissu um bænheyrslu. Fjallað er um kenningar bandaríska G.t. fræðingsins W. Brueggemanns að vanræksla þessara sálma sé skaðleg. Að lokum er sálmurinn skoðaður í ljósi "þunglyndisprófs Becks" og er niðurstaðan sú að sá sem talar í sálminum sé haldin þunglyndi á háu stigi. Loks er sýnt fram á að sálmurinn geti reynst gagnlegur í sálgæslu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Hjaltadóttir.pdf844.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna