is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18145

Titill: 
  • Sjálfboðaliðar innan íþróttageirans: Hefur efnahagsástand áhrif á framboð sjálfboðaliða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessa verkefnis er sjálfboðastarf innan íþróttageirans. Markmið ritgerðarinnar er að athuga hvort efnahagsástand hafi áhrif á framboð sjálfboðaliða innan geirans og ef svo er hvort áhrifin séu jákvæð eða neikvæð.
    Farið verður yfir íslenskar rannsóknir og niðurstöður þeirra varðandi umfang sjálfboðastarfs á Íslandi, það er hverjir það eru sem taka þátt, hversu margar klukkustundir fara í starfið og hvaða ástæður liggja að baki þátttöku. Auk þess verður farið yfir erlendar rannsóknir sem benda til þess að þátttaka í sjálfboðastarfi skili sér í hærri tekjum og leiði jafnvel til launaðrar vinnu fyrir atvinnulausa einstaklinga.
    Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið erlendis á því hvort bankakreppan sem fór af stað árið 2008 hafi haft einhver áhrif á framboð sjálfboðaliða sýna að þeim hafi fjölgað. Atvinnulausum einstaklingum sem sóttu um þátttöku í sjálfboðastarfi fjölgaði einnig í kjölfar kreppunnar samkvæmt þessari rannsókn.
    Samkvæmt niðurstöðum úr bandarískum gögnum sem unnið var úr við smíði þessarar ritgerðar kom í ljós að sjálfboðaliðum innan íþróttageirans hafi fjölgað á tímabili svo túlka má að slæmt efnahagsástand í samfélagi hafi jákvæð áhrif á framboð sjálfboðaliða innan íþróttageirans.

Styrktaraðili: 
  • Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Hafdís_Tinna.pdf624.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna