is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18151

Titill: 
  • Vímuefnaneysla unglinga: Áhrif á systkini. Andleg og félagsleg líðan systkina
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til BA-gráðu í félagsráðgjöf við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið verkefnis er að fjalla um andlega, félagslega og líkamlega líðan barna sem búa með systkini í vímuefnaneyslu og systkinaáhrif á viðhorf til vímuefna og vímuefnaneyslu. Fjallað er um, út frá fræðilegum heimildum, skilgreiningu á vímuefnasýki ásamt því að skoða systkinatengsl og systkinaáhrif. Leitast verður við að svara eftirfarandi þremur spurningum:
    • Hvaða áhrif hefur það fyrir barn andlega, félagslega og líkamlega að búa með systkini í vímuefnaneyslu?
    • Hefur systkini í vímuefnaneyslu áhrif á viðhorf til vímuefna og neyslu systkina sem ekki eru byrjuð að nota vímuefni?
    • Hvaða úrræði eru í boði fyrir systkini unglings í vímuefnaneyslu?
    Vímuefnaneysla einstaklings í fjölskyldu getur haft andleg, félagsleg og líkamleg áhrif á líðan fjölskyldumeðlima, flóknar og erfiðar aðstæður getur valdið streitu, átökum og samskiptaörðugleikum á milli þeirra (Barnard, 2005; Doweiko, 2012; Jóna Margrét Ólafsdóttir, 2012. Helstu niðurstöður benda til að systkini unglinga í vímuefnaneyslu upplifa reiði, skömm og sorg auk þess að finna til sektarkenndar og kvíða, einnig benda niðurstöður til, að eldri systkini og jafningjahópur getur haft áhrif á viðhorf til vímuefna og neyslu yngri systkina sinna.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bryndís Erna Thoroddsen.pdf928.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna