is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18153

Titill: 
  • Áróðurskvikmyndir Þriðja ríkisins: Með áherslu á Sigur viljans (1935) eftir Leni Riefenstahl
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér verður fjallað um áróðurskvikmyndir (e. Propaganda films), með sérstaka áherslu á áróðurskvikmyndir Þriðja ríkisins. Megináherslan verður lögð á Sigur viljans (1935) eftir Leni Riefenstahl. Til þess að setja áróðurskvikmyndirnar í samhengi verður kvikmyndagreinin skoðuð út frá sögulegu, hugmyndafræðilegu og kvikmyndafræðilegu sjónarhorni.
    Fyrst verður sjónum beint að áróðri og áróðurslist út frá sögulegu og hugmyndafræðilegu sjónarhorni og leitað svara við spurningunum: „hvað er áróður?“, „hvað einkennir áróður?“ og „hvernig myndast áróður?“. Í framhaldinu verður fjallað um áróðurskvikmyndir Þriðja ríkisins. Farið verður í það tímabil á ferli Leni Riefenstahl þegar hún starfaði sem leikstjóri í Þriðja ríkinu. Auk þess verður farið yfir sagnfræðilegt samhengi kvikmyndagerðar Þriðja ríkisins. Að lokum verða tekin fyrir tvö þemu í Sigri viljans og leitast við að sýna fram á hvernig Riefenstahl notaði hugmyndafræði fasískrar áróðurslistar við gerð Sigur viljans með hliðsjón af ritinu Die Massenpsychologie des Faschismus eftir Wilhelm Reich.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokagerð Kvikmyndafræði Sigríður Stefanía eintak A word skjal.pdf335.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna