is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18159

Titill: 
  • Segaleysandi meðferð við bráðum blóðþurrðarslögum. Hefur okkur farið fram?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Segaleysandi meðferð (SM) dregur úr færniskerðingu vegna blóðþurrðar- slaga og er árangurinn betri því fyrr sem meðferðin er veitt. Metinn var fjöldi sjúklinga, tímaþættir, blæðinga- og dánarhlutfall á Íslandi 2007-2013. Gerður var samanburður við fyrri rannsókn (1999-2006) og skoðuð áhrif nýrra verkferla á Landspítalanum (LSH) 2011.
    Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 137 sjúklingum á tímabilinu 2007- 2013. Þýði var ákvarðað út frá lista yfir sjúklinga sem fengu blóðþurrðarslag og lögðust inn á gjörgæslu LSH auk lista yfir sjúklinga sem fengu SM. Læknar á Akureyri og Ísafirði veittu upplýsingar um sjúklinga utan LSH. Sjúkraskrár voru skoðaðar, breytur skráðar og unnið úr gögnum í Excel og SPSS. Tímaþættir voru bornir saman með Wilcoxon prófi (MWW).
    Niðurstöður: 137 sjúklingar fengu SM á Íslandi á árunum 2007-2013; 59% voru karlar (n=81). Meðalaldur sjúklinga var 67±14 ár. Hlutfall SM af heildarfjölda blóðþurrðarslaga á LSH 2007-2013 var 7,0% (127/1.808). Miðgildi tímaþátta voru: 59 mín. frá upphafi einkenna til komu á SBD, þrjár mín. frá komu til skoðunar, 19 mín. frá komu til tölvusneiðmyndatöku (TS), 67 mín. frá komu til SM og 135 mín. frá upphafi einkenna til SM. Marktækt lengri tími leið frá komu til SM hjá sjúklingum sem komu á SBD <60 mín. frá upphafi einkenna samanborið við þá sem komu ≥60 mín. (p=0,043). Ekki var marktækur munur á tíma frá komu til SM fyrir og eftir innleiðingu verkferla (p=0,46). Hlutfall heilablæðinga sólarhring eftir SM var 18% (25/137); 9 fengu heilablæðingar sem ollu klínískri versnun. Dánarhlutfall 7 dögum eftir SM var 8%, eftir 30 daga 16% og eftir 90 daga 19%. Sjúklingar sem létust innan 7 daga voru marktækt eldri (p=0,014) og höfðu marktækt meiri færniskerðingu við komu (p<0,001) en aðrir í þýðinu. Árangur meðferðar á landsbyggðinni var svipaður og á LSH.
    Ályktanir: Hlutfall sjúklinga sem fengu SM var hærra en í fyrri rannsókn. Tímaþættir og árangur meðferðar var svipaður. Innleiðing verkferla stytti ekki tíma frá komu til upphafs SM. Aukin þjálfun starfsfólks og markvissari vinnubrögð gætu stytt þann tíma hjá flestum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
segaleysandi_medferd_2007-2013.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna