is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18161

Titill: 
  • Útskýringarþættir viðhorfs til viðburða, vörumerkja kostunaraðila og kaupáforma
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðburðir eru stór hluti af samfélaginu og ekki virðist vera til sá einstaklingur sem ekki tekur þátt í viðburði af einhverju tagi nokkrum sinnum á ári. Viðburðir geta verið eins ólíkir og þeir eru margir. Tilgangur þeirra og markmið eru mismunandi eftir tegund viðburðarins og kostunaraðilum hans. Eitt af megin markmiðum viðburða er að bjóða upp á nýja og skemmtilega upplifun og því geta áhrif viðburða á þátttakendur verið gríðarleg. Upplifun þátttakenda getur haft áhrif á viðhorf þeirra til viðburðarins og jafnframt á viðhorf þeirra til vörumerkis kostunaraðila sem í framhaldinu getur aukið líkurnar á kaupáform þátttakenda á vörumerkinu.
    Markmið rannsóknarinnar er að komast að því hverjir helstu eru útskýringarþættir á viðhorf til viðburða, vörumerkis kostunaraðila og kaupáform. Farið er í hugtök tengd hverjum útskýringarþætti og þau útskýrð vandlega. Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar og voru þær í tengslum við útskýringarþætti á viðhorf til viðburða, vörumerkja kostunaraðila og kaupáform. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð til að leita svara við spurningunum. Gagnasöfnun fór fram á netinu og voru þátttakendur rannsóknarinnar beðnir um að svara spurningalista og áframsenda hann á vini og vandamenn til að fá sem breiðasta svörun. Spurningalistinn samanstóð af fimm þáttum; aðild, samræmi, tilfinningar, viðhorf og kaupáform og í lokin var spurt um bakgrunn þátttakenda.
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar er helst útskýringarþáttur viðhorfs til viðburða aðild í tengslum við viðburði og tilfinningar til viðburðarins. Þættirnir aðild í tengslum við viðhorf til viðburðar og tilfinningar til vörumerkis kostunaraðila eru helstu útskýringarþættir á viðhorf til vörumerkis. Einnig kom í ljós að helstu útskýringarþættir kaupáforms eru jákvæðar tilfinningar til vörumerkis kostunaraðila og viðhorf til vörumerkis kostunaraðila.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18161


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Særún Dögg Sveinsdóttir.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna