is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18172

Titill: 
  • Launakjör æðstu stjórnenda skráðra hlutafélaga árið 2013: Mikilvægi ítarlegrar upplýsingagjafar um starfskjör stjórnenda og hvatakerfi skráðra félaga
  • Titill er á ensku Executive remuneration in Icelandic listed companies in 2013: The importance of a detailed disclosure of executive remuneration and incentive schemes in listed companies
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Launakjör æðstu stjórnenda skráðra fyrirtækja eru meginviðfangsefni þessarar ritgerðar. Hvatakerfi fyrirtækja almennt eru einnig skoðuð sem og upplýsingaskylda skráðra fyrirtækja á Íslandi í tengslum við launakjör stjórnenda. Þá eru lagðar fram tillögur að úrbótum í lokin, sem lúta að bættri upplýsingagjöf um launakjör og kaupauka æðstu stjórnenda skráðra félaga sem eru til þess fallin að auka tiltrú almennings á hlutabréfamarkaði á Íslandi.
    Hvatakerfi fyrirtækja hafa í gegnum tíðina verið nokkuð áberandi í umfjöllun meðal almennings og eru afar skiptar skoðanir á ágæti þeirra. Hvatakerfum er ætlað að hvetja stjórnendur fyrirtækja og sameina hagsmuni þeirra og hagsmuni hluthafa fyrirtækjanna. Hvatakerfum er hægt að skipta niður í tvo meginflokka eftir því hvort umbunað er fyrir árangur og störf til skamms eða langs tíma; 1) árlegar bónusgreiðslur, 2) umbun til langs tíma, svo sem lífeyrissjóðsgreiðslur og önnur laun sem felast í greiðslum í formi hlutafjár með einum eða öðrum hætti. Öll þessi atriði eru notuð við umbun æðstu stjórnenda skráðra íslenskra félaga.
    Upplýsingaskylda skráðra íslenskra fyrirtækja í tengslum við launakjör stjórnenda fer eftir útgefendareglum Kauphallarinnar og lögum nr. 3/2006 um ársreikninga. Mörg hver af þeim fyrirtækjum sem hér voru til skoðunar uppfylltu þessi ákvæði ekki að fullu, þrátt fyrir að mjög litlar kröfur séu gerðar til þeirra varðandi þessi atriði. Nokkur leynd virðist því ríkja um hvatakerfi fyrirtækjanna og hvernig umbun æðstu stjórnenda er háttað. Mælt er með breytingu á íslenskum lögum er varða umbun æðstu stjórnenda að bandarískri fyrirmynd, þar sem það myndi auka gagnsæi og upplýsingaskyldu fyrirtækja ásamt því að stuðla að auknu trausti og trúverðugleika á hlutabréfamarkaðinum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Disa_Jonsd_BS_ritgerd_lokaskjal.pdf872.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna