is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18179

Titill: 
  • Offita barna: Orsakir, meðferðarform og hlutverk félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Offita barna og fullorðinna er eitt af alvarlegustu heilbrigðisvandamálum nútímans. Orsakir þess er tengd erfðum, umhverfi og samfélagslegum breytingum. Hærri tíðni offitu er þó oftast tengd við óhollt mataræði og hreyfingarleysi. Forvarnir gegn offitu eru í formi hvatningar í átt að heilbrigðari lífsstíl, aukinnar hreyfingar og hollara mataræði. Afleiðingar offitu ber að líta alvarlegum augun en geta þær verið líkamlegar, andlegar og félagslegar. Börn sem glíma við offitu sæta gjarnan fordóma vegna líkamsþyngdar sinnar sem getur haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra. Börn vita ekki hversu alvarlegar líkamlegrar afleiðingar ofát getur haft og því er mikilvægt að kenna þeim að hugsa um heilsuna og með því stuðla þannig að velferð þeirra. Jákvæð fylgni eru milli offitu foreldra og offitu barna þeirra og er stuðningur foreldra nauðsynlegur ef meðferð á að bera árangur. Rannsóknir sýna að tíðni offitu barna á Íslandi hefur staðið í stað á seinustu árum.
    Tilgangur þessarrar heimildaritgerðar er að varpa ljósi á offitu barna, skoða orsakir hennar og afleiðingar, sem og fjalla um þær meðferðir og þau meðferðaform sem í boði eru á Íslandi. Einnig er fjallað um starf félagsráðgjafa með börnum sem glíma við offitu.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18179


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Offita barna; orsakir, meðferðarform og hlutverk félagsráðgjafa.pdf682.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna