is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18183

Titill: 
  • „En við erum bara venjulegt fólk.“ Viðhorf og þekking innflytjenda á varðveislu einkaskjalasafna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var kanna viðhorf og þekkingu innflytjenda til varðveislu einkaskjala í skjalasafni, hver staðan væri á Íslandi og hvað væri hægt að gera. Varðveislu einkaskjala innflytjenda hefur verið ábótavant í skjalasöfnum Íslands. Rannsóknin byggðist á eigindlegri rannsóknaraðferðafræði þar sem voru tekin átta hálfopin viðtöl við átta innflytjendur, einn sem hefur afhent einkaskjölin sín til skjalasafns og sjö sem hafa ekki gert það enn. Að auki voru gerðar kannanir á ýmsum skjalasöfnum og athugað með viðhorf stjórnvalda.
    Ekki hafa verið gerðar sambærilegar rannsóknir á Íslandi en þó eru nokkur dæmi um rannsóknir og verkefni sem tengjast varðveislu einkaskjala frá minnihlutahópum í öðrum löndum, eins og í Bandaríkjunum og á Spáni.
    Rannsóknin leiddi í ljós að ekki var verið að gera mikið til að fá inn skjöl innflytjenda og ekki var mikið til af þeim til í skjalasöfnum landsins. Athugun á því hvort stjórnvöld væru með slíkar áætlanir eða gerðu sér grein fyrir vandamálinu sýndi að svo var ekki. Rannsóknin leiddi jafnframt í ljós að skortur á þekkingu hjá innflytjendum veldur því að þeir fara ekki með einkaskjölin sín í skjalasafn. Innflytjendur gera sér ekki grein fyrir því til hvers varðveislan er, hvert hlutverk skjalasafns er eða að hægt sé að varðveita einkaskjöl með þessum hætti.
    Niðurstöður sýndu að fleiri rannsókna er þörf, svo sem að greina hvað aðrar stofnanir sem vinna að söfnun skjala frá minnihlutahópum eru að gera til að ná til minnihlutahópa. Einnig mætti greina nákvæmlega hvaða skjöl innflytjendur eiga og hvað af þeim væri fýsilegt að geyma í skjalasafni. Jafnframt vantar fræðslu varðandi varðveislu einkaskjala í skjalasöfnum fyrir innflytjendur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore immigrants' knowledge and attitude towards preservation of private documents in archives, the status in Iceland and what possibilities were available. Icelandic archives have been lacking in the preservation of immigrants' private documents. The study was based on qualitative research methodology, half open interviews with eight immigrants, of whom only one has contributed his private documents to an archive. In addition research was made on different archives and the governments' perspective explored.
    Equivalent studies have not been conducted in Iceland but corresponding researches and projects focusing on the preservation of private documents in minority groups, have been conducted in the US and in Spain.
    The study revealed that little was being done to encourage immigrants to contribute their documents and that the Icelandic archives did not include but a few of these types of documents. Research showed that the government had no such plans of encouragement and had not acknowledged the problem. Furthermore, the study revealed that the reason immigrants do not contribute their private documents to an archive is lack of knowledge. Immigrants do not comprehend the possibility and the objective of this kind of preservation nor do they understand the purpose of the archives.
    The results of the study showed that further research is needed, such as analysing what methods other institutes that collect documents from minority groups, are using to reach out to these groups. Additionally, the nature of the documents in the possession of immigrants could be further researched and their suitability for the archives as well. There is furthermore a lack of education, with respect to preservation of private documents in archives, for immigrants.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
En við erum bara venjulegt fólk.pdf782.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna