is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18190

Titill: 
  • Félagsráðgjöf á hjúkrunarheimilum: Helstu hlutverk og verkefni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildarritgerð fjallar um störf félagsráðgjafa á hjúkrunarheimilum. Markmið ritgerðarinnar er að veita innsýn inn á starfssvið félagsráðgjafa á hjúkrunarheimilum og kanna hlutverk og verkefni þeirra innan heimilanna. Fjallað er um öldrun og málefni aldraðra, skipulag hjúkrunarheimila og öldrunarfélagsráðgjöf. Stiklað er á stóru um þau úrræði og þjónustu sem í boði eru fyrir aldraða hér á landi.
    Eftir töluverða heimildavinnu er ljóst að verkefnin eru mörg og fjölbreytt sem myndu falla undir svið félagsráðgjafa innan hjúkrunarheimila, því allir eiga rétt á félagslegri ráðgjöf.
    Markmið félagsráðgjafar er að sporna við félagslegu ranglæti og vinna að lausn félagslegra og persónulegra vandamála og gegn mannréttindabrotum sama hvar þau eiga sér stað. Félagsráðgjafi veitir einstaklingsmiðaða þjónustu, beitir heildarsýn í starfi og veitir heimilismönnum upplýsingar um úrræði og þjónustu sem þeim býðst. Einnig er þeirra hlutverk að aðstoða aðstandendur og starfsmenn heimilisins. Félagsráðgjafi ýtir undir sjálfræði heimilismanna og styður þá við að sinna eigin málefnum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerðSigríðurDóra-lagf (1).pdf422.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna