is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18195

Titill: 
  • Ímynd símafyrirtækjanna, Nova, Símans, Tals og Vodafone
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn á ímynd símafyrirtækjanna Nova, Símans, Tals og Vodafone. Símafyrirtæki leggja mikið upp úr því að viðhalda jákvæðri ímynd og skiptir það sköpum í árangri fyrirtækja. Jákvæð ímynd skapast með hjálp vörumerkjastjórnunar og markaðsfærslu sem skapa jákvæð og einstök tengsl í huga neytenda.
    Markmið rannsóknarinnar er að kanna ímynd símafyrirtækjanna fjögurra og hvort þátttakendur mæla með sínu símafyrirtæki við vini og/eða kunningja. Einnig er skoðað hvort leki Vodafone á persónulegum upplýsingum viðskiptavina í lok árs 2013 hafi áhrif á traust og þá hvort áhrifin nái til allra símafyrirtækjanna. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fræðileg umfjöllun um markaðsfærslu, vörumerkjastjórnun og ímynd. Fjallað er lauslega um þau símafyrirtæki sem tekin eru fyrir í rannsókninni og grein gerð fyrir stöðu þeirra á markaði. Í seinni hlutanum er gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar. Rannsóknarspurningarnar eru þrjár:
    1. Hver er ímynd símafyrirtækjanna Nova, Síminn, Tal og Vodafone ?
    2. Mæla viðskiptavinir símafyrirtækjanna með viðskiptum við sitt fyrirtæki ?
    3. Hafði leki Vodafone áhrif á traust símafyrirtækjanna ?
    Notast er við megindlega aðferðafræði. Tíu eiginleikar, neikvæðir og jákvæðir, eru settir fram til að meta ímynd símafyrirtækjanna í hugum þátttakenda. Einnig eru settar fram fimm almennar spurningar ásamt tveimur bakgrunnsspurningum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru settar fram með vörukorti og símafyrirtækin staðsett á tvívíða matrixu út frá endurgjöf þátttakenda. Þar kemur í ljós afgerandi staða Nova á meðan Síminn, Tal og Vodafone fá ekki eins góða niðurstöðu. Síminn og Tal hafa þó sterka stöðu í hugum þátttakenda en ekki mjög jákvæða. Staða Vodafone er mjög óljós í hugum þátttakenda og virðist ekki hafa sterka stöðu. Flestir viðskiptavinir Nova myndu mæla með því við aðra að eiga viðskipti við sitt símafyrirtæki á meðan fæstir myndu mæla með Tal eða enginn viðskiptavinur þeirra. Leki Vodafone hefur áhrif á traust allra símafyrirtækjanna að mati meiri hluta þátttakenda eða 54%, en einungis 9,5% segja lekann ekki hafa áhrif á traust símafyrirtækjanna. 

Samþykkt: 
  • 12.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf996.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna