is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18200

Titill: 
  • Tengsl tekna og heilsufars: Panel rannsókn fyrir Afríku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áhrifaþættir á heilsu eru margvíslegir, m.a. pólitískir, efnahagslegir og félagslegir. Áhrif tekna á heilsufar hafa verið í sviðsljósinu síðustu áratugi og hafa erlendar rannsóknir leitt í ljós að orsakasamband sé á milli tekna og heilsufars. Með öðrum orðum, auknar tekjur leiða til betra heilsufars og öfugt. Ástæður sambandsins gætu verið nokkrar: tekjur gætu haft áhrif á heilsufar í gegnum kaup á betri vörum og þjónustu, heilsufar gæti haft áhrif á tekjur vegna aukins vinnuframlags og fleiri vinnustunda og að lokum gætu utanaðkomandi þættir haft áhrif á bæði tekjur og heilsufar þótt ekkert samband sé þar á milli.
    Markmið ritgerðarinnar er að meta tengsl tekna og heilsufars í Afríku á tímabilinu 1995-2011 ásamt því að kanna í gegnum hvaða þætti tekjur hafa áhrif á heilsufar. Stuðst er við panel gögn fyrir 48 lönd í Afríku og tengsl tekna og heilsufars metið með mati bundinna áhrifa og mati slembiáhrifa. Leiðrétt er fyrir áhrifaþáttunum aðgengi að vatni, matvælaöryggi, aðgengi að hreinlætisaðstöðu, útgjöldum hins opinbera til heilbrigðismála og menntun. Niðurstöður leiða í ljós að jákvæð tengsl ríkja á milli tekna og heilsufars í Afríku á tímabilinu sem var til skoðunar. Af þeim áhrifaþáttum sem leiðrétt var fyrir höfðu einungis aðgengi að betra vatni og aðgengi að hreinlætisaðstöðu áhrif á tengsl tekna og heilsufars.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin - loka.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna