is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18201

Titill: 
  • Sambúð og bótasvik. Samanburður á bótum eftir búsetuformi, eftirlit og viðurlög
  • Titill er á ensku Cohabition status and compensation fraud
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er umfangsmikið bótakerfi til staðar en í verkefninu verða skoðaðir þrír flokkar bóta sem tengjast sambúðarformi fólks. Bæturnar sem eru notaðar við útreikninga eru barnabætur, húsaleigubætur og afslættir af leikskólagjöldum. Athugað verður hvernig upphæðir bóta breytast eftir mismunandi sambúðarformi, eftir því hvort viðkomandi búi einn, sé í skráðri eða óskráðri sambúð. Síðast nefndi kosturinn er ólöglegur ef viðkomandi eru að þiggja bætur sem einstaklingar en búa í raun saman.
    Í ljós kom að talsverður fjárhagslegur hvati er fyrir einstaklinga að skrá hjúskap sinn ekki með það að markmiði að fá greiddar hærri bætur. Fjárhæðirnar sem munar um miðað við forsendurnar í þessu verkefni eru nokkuð háar og því er einungis hægt að gera ráð fyrir því að einhver fjöldi fólks stundi bótasvik hér á landi. Ekki eru til upplýsingar um mögulegan fjölda einstaklinga sem stunda þess konar bótasvik hér á landi.
    Í verkefninu verður einnig farið yfir hvernig eftirliti er háttað af Tryggingastofnun og hvaða viðurlög eru til staðar við bótasvikum. Til samanburðar er einnig farið yfir hvernig eftirlit og viðurlög eru á Norðurlöndunum og verða þrjú lönd tekin til samanburðar, Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Eftirlitsheimildir Tryggingastofnunar eru ekki jafn miklar og hjá systurstofnunum á Norðurlöndunum, einnig eru viðurlögin í fyrrnefndum löndum nokkuð hörð og hafa dómar fallið í bótasvikamálum þar sem refsingin er fangelsisvist. Á Íslandi hefur hins vegar aldrei fallið dómur í máli um bótasvik.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18201


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagný_Vala_Einarsdóttir_BS.pdf438.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna