is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18202

Titill: 
  • Fyrirgefning. Brú að landi innri friðar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það þarf að draga þann sem braut á einstaklingi til ábyrgðar og átta sig á að gerandinn er ábyrgur gerða sinna. Þarna kemur þáttur ásökunar til sögunnar. Til að ná fram réttlæti verður ásökunin fyrst að koma fram. Til að mögulegt sé að fyrirgefa þarf þolandinn að lyfta sér upp úr stöðu fórnarlambsins, þannig að sá einstaklingur sé ekki lengur í stöðu þess undirokaða og gerandinn í stöðu þess sem hefur brotið á viðkomandi, í valdastöðu þess sem hefur sigrað.
    Fyrirgefningin er aðeins möguleg á grundvelli réttlætis og styrkleika. Með hjálp fagaðila þarf einstaklingurinn að stíga upp úr niðurlægingu ósigurs og veikleika og endurheimta það sem tekið var frá honum og að byggja upp sjálfstraust á nýjan leik. Eftir að hafa endurheimt það sem tekið var frá þolandanum hefur hann tilfinningalega efni á að veita öðrum gjöf fyrirgefningarinnar. Réttlætið er grunnur þess að þolandinn komist upp úr fórnarlambshlutverkinu. Þá má segja að gerandinn hafi misst yfirburði sína, að einstaklingurinn hafi hlotið réttlæti sem afleiðingu þess að hafa jafnað metin.
    Í fagnaðarerindinu er engin fyrirgefning án réttlætis. Einhver þarf að taka á sig brotin. Það kostar að fyrirgefa og það er ekki í anda biblíunnar að einstaklingi sé ætlað að fyrirgefa án þess að vera trúr eigin tilfinningum. Hann þarf að standa með sjálfum sér og hafa hugrekki til að stíga fram og ásaka gerandann. Mikilvægt er fyrir þolandann að segja sannleikann.
    Í Jóhannesarguðspjalli 8.32 . segir: ,,og sannleikurinn mun gera yður frjálsa”. Og í Rómverjabréfinu 14.17. segir: ,,Guðsríki er ekki matur og drykkur heldur réttlæti, friður og fögnuður”. Ef réttlæti kemst ekki á verður ófriður og vanlíðan, þannig að réttlætið er forsenda friðar.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð í guðfræði.pdf394.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna