is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18203

Titill: 
  • Orðsins list og takmörk: Ytri og innri sannleikur í ljóðlist Einars Benediktssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í inngangi að ljóðabókinni Hrannir leggur Einar Benediktsson áherslu á sögu tungumálsins og menningarinnar í málsvörn sinni fyrir íslenskan rímnakveðskap. Hann virðist líta svo á að ljóðlistin sæki kraft sinn í ytri veruleika tungumálsins og þjóðarandans. Aftur á móti eru ljóð hans symbólísk svo ekki verður litið framhjá innri veruleikanum í ljóðlist hans. Í þessari ritgerð verður reynt að staðsetja sannleikann í ljóðlist Einars Benediktssonar á mörkum hins innra og ytra og svara þar með spurningunni um það hvernig ljóðlistin vekur „hópsins blindu hjörð/til hærra lífs – til ódauðlegra söngva“ eins og segir í ljóðinu „Svanur“.
    Franski heimspekingurinn Alain Badiou greinir þrjú afbrigði af sambandi heimspeki og listar: Rómantík, dídaktík og klassík. Ýmist hefur heimspekin haft það rómantíska viðhorf að listin sé sannari en allt annað, það dídaktíska viðhorf að gildi listaverka felist í því hvernig þau sýna heiminn (sem er einnig hið Platónska viðhorf að listin sé aðeins truflandi fals-veruleiki) eða það klassíska viðhorf að listina beri aðeins að skilja út frá þeim áhrifum sem hún hefur, eins og Aristóteles gerði, og þá er það hlutverk heimspekinnar að greina reglur sem listaverk geti fylgt til að ná fram ákveðnum áhrifum. Hvert þessara viðhorfa sér hið sanna annað hvort utan verksins eða innan þess. Badiou kallar eftir fjórða viðhorfinu sem muni hvorki reyna að stýra listinni né gefa sig algjörlega á vald hennar. Nýtt viðhorf verður grunnur að betra sambandi heimspekinnar við listina ef það sér listina sem einstakt fyribæri með sitt eigið eðli. Þannig getur heimspekin gert það sem hún á að gera samkvæmt Badiou: að sýna fyrirbærið í sínu rétta ljósi.
    Þegar ljóðlist Einars Benediktssonar er sett í samhengi við þrískiptingu Alains Badiou á sambandi heimspeki og listar er hægt að draga upp mynd af afstöðu hennar til sannleikans og átta sig þannig betur á þeim tengingum sem ljóð Einars hafa við ýmsar spurningar er snerta orðsins list og takmörk.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ordsins_list_og_takmork_lokagerd.pdf222.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna