is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18207

Titill: 
  • Hver hefur orðið? Frá karllægum texta Skírnismála að femínískri endurtúlkun í ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Blóðhófni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í eftirfarandi ritgerð verður rýnt í verk Gerðar Kristnýjar Blóðhófni og varpað ljósi á helstu breytingar sem verða á goðsögunni um Frey, Skírni og Gerði jötunmey, frá karlægum texta Skírnismála að feminískri endurtúlkun Gerðar Kristnýjar. Vegna þeirra breytinga sem verða á goðsögunni í kjölfar endurtúlkunar Gerðar Kristnýjar, verður litið til birtingarmyndar konunnar í íslenskum fornbókmenntum með tilliti til karllægrar ritunar. Í íslenskum fornbókmenntum er birtingarmynd konunnar oft á tíðum býsna margræð. Þetta á ekki síður við um kvenpersónur innan goðafræðinnar sem að ýmist er skipað í hóp fagurra gyðja eða í hóp kvenna sem ógna guðunum á einn eða annan hátt. Fræðimenn hafa bent á að orsökin á þessum tvískinnungi í sambandi við konur í fornbókmenntum megi rekja til þess að í gegnum tíðina hafi það nær eingöngu verið karlmenn sem sáu um bókagerð. Þrátt fyrir að margt bendi til þess að konur hafi verið viðriðnar munnlega kveðskaparlist má sjá hvernig mikið af þeim kveðskap sem á uppruna sinn í hinni munnlegu hefð og birtist í Konungsbók, er afbakaður eða styttur í Eddu Snorra Sturlusonar. Til að mynda er útgáfa Snorra Sturlusonar á goðsögunni um Gerði og Frey töluvert öðruvísi en sú sem birtist okkur í Konungsbók. Hefðbundnar viðtökur á Skírnismálum í gegnum tíðina hafa flokkað ljóðið sem ástarljóð þrátt fyrir að mikill hluti af ljóðinu lýsi valdbeitingu og hefur útgáfa Snorra Sturlusonar sjálfsagt haft áhrif á þess háttar túlkun fræðimanna. Hægt er að fullyrða að ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Blóðhófnir, sé afsprengi ákveðinna viðhorfsbreytinga á karllægri bókmenntasögu. Með kvennafræðilegu endurliti á íslenskum fornbókmenntum hafa fræðimenn vakið athygli á hótun Skírnis og valdaleysi Gerðar í stað þess að einblína á ástarraunir Freys. Í ljóðabókinni Blóðhófni er snúið á hefðbundna viðtökusögu og goðsagan nú sögð útfrá kvenlægu sjónarhorni hinnar hlutgerðu Gerðar Gymisdóttur. Hin ógnvænlegu heimkynni Gerðar, Jötunheimar, birtast í nýju ljósi og áður ókynntar goðsagnaverur líta dagsins ljós.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1 Guðný Ritgerð 12. maí.pdf352.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna