is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18214

Titill: 
  • Jobsbók ספר איוב. Hvar varst þú þegar ég grundvallaði jörðina? Athugun á ræðu Guðs úr storminum og viðbrögð Jobs við henni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um Jobsbók sem er meðal áhrifamestu rita Gamla testamentisins og er frásögn af manneskju sem glímir við spurninguna um kærleika Guðs andspænis þjáningunni í heiminum. Markmiðið er að leitast við að svara þeirri spurningu hvernig ræða Guðs úr stormviðrinu í kafla 38-41 varpar ljósi á megin vandamál Jobsbókar og hvernig hún skýrir viðbrögð Jobs í 42. kafla. Ætlunin er að glíma við ásakanir Jobs og kæru hans á hendur Guði vegna ófara sinna og leita skýringa í ofannefndri ræðu Guðs. Í upphafi ritsins kemur fram að aðalpersónan Job er mjög guðrækinn og réttsýnn maður sem vill gera það sem gott er í augum Guðs. Það kemur honum því á óvart þegar veröld hans umturnast og hann tapar heilsunni, fjölskyldunni og eigum sínum og fer því að efast um tilgang lífsins og hvort Guð sé sjálfum sér samkvæmur og réttlátur. Sagan segir að Satan hafi gengið á fund Guðs og komið þeirri skoðun að hjá Guði að trúfesti Jobs byggist aðeins á því að hafa hag af því sjálfur að lifa réttlátu líferni. Guð gefur því Satan lausar hendur við að leggja á Job andlega og líkamlega þjáningu til að prófa trúfesti hans. Það kemur til mikilla átaka og spurningin ,,af hverju ég?“ verður Job áleitin.Í bókinni fær Job til sín þrjá vini sína sem vilja allir veita honum aðstoð sem fulltrúar rétttrúnaðarins. Þeir álíta að ófarir Jobs stafi af syndum hans og að það sé nægjanlegt fyrir hann að iðrast til að hljóta blessun. Job er hins vegar ekki á sama máli og leggur fram ákæru á hendur Guði þar sem hann álítur að þjáning sín sé ekki í samræmi við boð Guðs og viðhlýtandi venjur og siði þessa tíma. Jobsbók tekst á við spurninguna um Guð sem virðist eyða hinu góða og illa með jafnaðargeði og lítur jafnvel framhjá örvæntingu hinna réttlátu (Job 9.22-24).

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKARITGERD_GFR26AL.Sóley7Herborg7 AÐAL7.(1).pdf467.61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna