is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18221

Titill: 
  • Áhrif samfélagsmiðla á markaðssetningu. Viðhorf neytenda til fyrirtækja á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verulegar breytingar hafa orðið á umhverfi markaðsfræðinnar á undanförnum árum. Sú tækniþróun sem hefur átt sér stað hefur gert það að verkum að heimurinn fer minnkandi og fyrirtæki eru að færast nær neytandanum. Neytandinn er orðinn virkur þátttakandi í markaðsfærslu fyrirtækja og hann hefur orðið mun meira vald en áður.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort samræmi væri á milli afstöðu neytandans til stöðu ferðamálafyrirtækja á Íslandi á samfélagsmiðlum og þess sem fræðin segja. Skoðuð voru helstu áherlsur fræðanna s.s. stjórnun viðskiptatengsla, umtal og þátttaka fyrirtækja í umræðum á samfélagsmiðlum. Fræðin leggja til að fyrirtæki fari að horfa til samfélagsmiðla við markaðssetningu í auknum mæli ef þau vilji haldast samkeppnishæf. Mikilvægt er að þau haldi vel utan um samkskipti við viðskiptavini og takin virkan þátt í allri umræðu og umtali og séu dugleg að upplýsa viðskiptavini sína á samfélagsmiðlum.
    Spurningalisti var lagður fyrir neytendur sem innihélt átta fullyrðingar sem þátttakendur áttu að svara á 7 punkta Likert skala. Niðurstöður rannsóknarinnar voru síðan bornar saman við helstu áherslur fræðanna.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að neytendur telja veru og þátttöku fyrirtækja á samfélagsmiðlum mjög mikilvæga, en hátt meðaltal reyndist í öllum liðum spurningalistans. Mátti þó greina mun á því sem fyrirtækin telja hvað mikilvægast og það sem neytandinn telur mikilvægast. En mikilvægi þess að fyrirtæki séu sýnileg og taki virkan þátt á samfélagsmiðlum er þó óumdeilanlegt.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Margrét Elísa Rúnarsdóttir.pdf932.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna