is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18222

Titill: 
  • Mat á líkamsástandi máfa
Útdráttur: 
  • Mat var lagt á líkamsástand fimm máfategunda sem hafast við á Íslandi yfir vetrartímann og einnar tegundar sem er farfugl. Sýnum var aflað með veiðum á lifandi fuglum. Líkamsástand var metið með stærðar- og þyngdarmælingum. Gerð var höfuðþáttagreining á stærðarmælingum einstaklinga til að búa til stærðarmetil fyrir alla einstaklinga og leifar þyngdar í aðhvarfi við stærðarmetilinn voru notaðar sem mat á líkamsástandi.
    Fyrir tegundirnar sem hafast hér við að vetri til var hægt að bera saman líkamsástandið á milli tveggja ára en hjá öllum tegundum var hægt að bera saman líkamsástand á milli kynja. Til þess þurfti fyrst að kyngreina alla einstaklinga en það var gert með tveimur aðferðum; aðskilnaðargreiningu og aðferð Harding og Cassie.
    Árið 2012 virtist hafa verið betra en 2011 fyrir máfana sem hér hafa vetursetu en þá var líkamsástand bjartmáfa, hvítmáfa, silfurmáfa og svartbaka marktækt betra. Lítill munur reyndist vera á líkamsástandi milli kynja hjá vetrarfuglunum en aðeins greindist marktækur munur árið 2012 þegar kvenkyns hettumáfar og kvenkyns hvítmáfar reyndust í betra ástandi en karlarnir. Hjá sílamáfum sem koma til landsins að vori reyndust kvenfuglarnir vera í marktækt betra ástandi en karlarnir á því eina ári sem þeir voru veiddir.
    Líkamsástand sjófugla og þar með talið máfa getur haft mikið að segja um varpárangur og uppkomu unga en kemur ekki beint niður á lífslíkum fullorðinna fugla. Næsta skref rannsókna hér á landi gæti því snúið að því að bera saman líkamsástand og varpafköst yfir einhvern tíma.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mat á líkamsástandi máfa.pdf467.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna