is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18230

Titill: 
  • Spákaupmennska í hlutafjárútboðum. Sýna fjárfestar spákaupmennskuhegðun í hlutafjárútboðum á árunum 2011-2013?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Endurreisn íslensks hlutabréfamarkaðar hófst með skráningu Haga hf. við lok árs 2011. Við efnahagshrunið 2008-9 varð stór hluti skráðra félaga verðlaus og þar með hurfu félögin af hlutabréfamarkaði. Frá því að Hagar hf. var skráð hafa átta fyrirtæki verið skráð á markað í kjölfar útboða og skráningar í Kauphöll Íslands. Þessi rannsókn leitast við að greina hegðun fjárfesta í kjölfar útboða frá árslokum 2011, að undanskildum Sjóvá hf. og HB Granda hf. Höfundur skoðaði fjölda þátttakenda í útboðunum og lagði mat á þróun hluthafa frá skráningardegi til ársloka 2013. Því til viðbótar var farið yfir hvort mælanlegur útboðsafsláttur hafi verið veittur og hvort greinanlegt hegðunarmynstur breytist með auknum fjölda skráninga.
    Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á góða högnunarmöguleika fjárfesta með þátttöku í útboðum. Í rannsókninni er reynt að greina spákaupmennskuhegðun þátttakenda í útboðunum og er spákaupmennskuhegðun skilgreind hér sem hegðun fjárfesta sem taka þátt í útboðum, en selja bréf sín á fyrsta viðskiptadegi, og er það skoðað út frá því hvort hluthöfum fækkaði á fyrsta viðskiptadegi í Kauphöllinni og hvort útboðsafsláttur hafi verið veittur hjá þeim félögum á markaði sem misstu hluthafa á fyrsta degi á markaði. Þá er því velt upp hvort þátttaka almennings sé að einhverju leyti aðeins byggð á þeirri kenningu að hlutabréf hækki alltaf í kjölfar útboða.
    Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að fjárfestar sýna merki um spákaupmennskuhegðun í fjórum útboðum af sjö, útboði Haga hf., VÍS hf., TM hf og N1 hf. Í kjölfar útboða félaganna fækkaði hluthöfum um 21-26% á fyrsta viðskiptadegi og var velta með bréf þeirra töluvert meiri en með bréf hinna félaganna, eða 529-1.464 milljónir. Einnig var útboðsafsláttur mun hærri hjá þessum félögum en hjá þeim félögum þar sem hluthöfum fjölgaði, eða 15,3-32,84%. Í þeim félögum þar sem hluthöfum fjölgaði á fyrsta viðskiptadegi var útboðsafsláttur lægstur af þeim félögum sem voru til athugunar, og var útboðsafsláttur í þeim félögum 0-8%. Að meðaltali var útboðsafsláttur hjá félögunum sjö sem voru skráð á markað eftir hrun 13,38% en það er nokkuð minni afsláttur en í öðrum löndum. Ekki sáust merki þess að útboðsafsláttur yrði meiri eða minni með auknum skráningum á markaði.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svavahildursteinarsdottirprentunpdf.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna