is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18231

Titill: 
  • Heildarforðakerfi. Hugmyndasaga, kostir og gallar bankakerfisins sem nútíminn hafnaði
  • Titill er á ensku Full Reserve Banking. Its Background and the Pros and Cons of a Banking System Rejected by Modernity
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Reyfaðar eru hugmyndir um heildarforðakerfi í bankarekstri, eins og þær hafa birst í verkum Ludwig von Mises, Frank Knight, Henry Simons, Lauchlin Currie, Milton Friedman, James Tobin, Hyman Minsky, Laurence Kotlikoff og samtakanna Positive Money. Greining á hugmyndunum leiðir í ljós ólík markmið höfunda. Hjá sumum, einkum fyrri tíma höfundum, snýst kerfisbreytingin um peningamálastjórn, þ.e. peningamagnsstjórnun. Hún beinist ýmist að því að losa almenning undan peningamálavaldi ríkisins, eða treysta völd ríkisins (seðlabanka) yfir peningamálum. Síðari tíma höfundum er ofar í huga að heildarforðakerfi geri innstæðutryggingar óþarfar og dragi úr óbeinum ríkisábyrgðum á kerfislega mikilvægum bönkum. Hugmyndir Positive Money samtakanna skera sig úr, vegna ótækra bókhaldsaðferða, umfangsmikillar afturvirkrar skattlagningar og vanskilnings á nafn- og raunstærðum. Heildarforðakerfi eru rædd í ljósi Diamond-Dybvig líkansins, sem sýnir að þau draga verulega úr lausafjárumbreytingu og það hefur velferðarminnkandi áhrif. Ályktað er að talsmenn heildarforðakerfa hafi of niðurnjörvaða sýn á regluverk. Þeir gefa sér að útlánahluti bankakerfisins verði áfram að miklu leyti undanþeginn reglusetningu, sem ekkert bendir til. Ályktað er að frekar eigi að stefna að hagkvæmasta greiðsluþoli innlánastofnana, heldur en fullkomnu greiðsluþoli.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_OPR - Heildarfordakerfi i bankarekstri.pdf584.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna