is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18232

Titill: 
  • Metanvæðing á Íslandi. Ávinningur fyrir alla eða bara prump
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með hækkandi eldsneytisverði hafa raddir heyrst að nú sé kominn tími til að horfa á nýja eldsneytisgjafa. Einn af möguleikunum er innlend framleiðsla metans. Að nota íslenskt metan á bíla er ekki einungis umhverfisvænt heldur getur það styrkt innlenda framleiðslu, skapað störf og sparað gjaldeyri.
    Í nokkurn tíma hefur tilraunaframleiðsla á metani til notkunar í samgöngum verið í gangi hjá Sorpu í Álfsnesi og gefist vel. Nú er svo komið að menn líta til annara leiða við framleiðsluna. En hvað er hægt að framleiða mikið metan á Íslandi og er það hag-kvæmt? Fyrirtækið Metanorka hefur látið vinna fyrir sig skýrslu um mögulega lífgas-framleiðslu á Íslandi. Þar eru teknar saman tölur um magn aðfanga sem nýtileg eru til framleiðslunnar. Þessi gögn hafa verið keyrð saman við landfræðilega staðsetningu til þess að finna út hvar möguleg staðsetning lífgasvera sé. Sú skýrsla er höfð til hliðsjónar í þessari rannsókn þar sem kannað verður hve mikið metan er hægt að framleiða og hvaða hagkvæmni það hefur fyrir einstaklinga, framleiðendur og hið opinbera. Miðað er við 500 þúsund normalrúmmetra (Nm3) lágmarks framleiðslugetu. Megin niðurstöður eru þær að af þeim 5 stöðum sem uppfylla kröfur um lágmarks framleiðslugetu er aðeins eitt lífgasver sem stendur undir sér miðað við gefnar forsendur. Annað lífgasver er nálægt því og gæti verið fýsilegur kostur við nánari athugun en hin þrjú lífgasverin eru töluvert langt frá því. Varðandi einstaklinga þá þarf að skoða sérstaklega hvert tilvik fyrir sig hvort að það borgi sig að láta breyta bifreið þannig að hún brenni metani jafnt sem bensíni. Helsti ábati hjá hinu opinbera er í minnkandi innflutningi á bensíni og minni gjaldeyrisnotkun en í heildina séð er töluvert tap hjá hinu opinbera á innlendri metanframleiðslu.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18232


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Metanvaeding_a_Islandi_Avinningur_fyrir_alla.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna