ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1824

Titill

Barnabókmenntir og áhrifamáttur þeirra í uppeldi og innrætingu barna

Útdráttur

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs við Kennaraháskóla Íslands. Í þessari ritgerð er fjallað um barnabókmenntir og þann uppeldislega boðskap sem í þeim má finna. Barnabækur hafa ávallt gegnt því hlutverki að hjálpa börnum að túlka og skilja þann veruleika sem þau fæðast inn í. Þessi veruleiki er samfélag sem grundvallast á ákveðnu gildismati, siðum og venjum. Viðhorf samfélagsins gagnvart stétt og stöðu komu fram í upphafi barnabóka og áttu þær sinn þátt í að viðhalda ríkjandi samfélagsmynd.
Í þessari ritgerð er skoðað hvernig barnabókmenntir eru skilgreindar og upphaf og þróun þeirrar bókmenntagreinar. Athugað er hvort að tilteknum gildum hafi verið komið til skila í barnabókum. Í því sambandi eru skoðaðir þrír þættir. Í fyrsta lagi hvort og hvernig kynjahlutverkum hefur verið komið til skila í barnabókum. Ennfremur er athugað hvort og hvernig stéttalegum mismun hefur verið viðhaldið í barnabókum og að lokum er skoðað hvort og á hvern hátt kynþáttahyggja birtist í bókum fyrir börn.
Í upphafi voru barnabækur ætlaðar börnum úr efri stéttum samfélagsins. Hugmyndir sem miðuðust við að viðhalda ríkjandi samfélagsmynstri komu fram í þessum bókum. Hugmyndir um hlutverk kynjanna koma snemma fram í barnabókum og hafa átt sinn þátt að innræta með börnum ríkjandi viðhorfum samfélagsins. Í fyrri tíma barnabókum var stúlkum ætlað að halda sig til hlés og búa sig undir að vera húsmæður eða vinnukonur. Drengjum var aftur á móti sýnt fram á að þeirra hlutverk í framtíðinni væri að framkvæma og taka ákvarðanir. Kynþáttafordóma má einnig finna í barnabókmenntum og neikvæð viðhorf gagnvart hinum ýmsu þjóðarbrotum.

Athugasemdir

Leikskólabraut

Samþykkt
1.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ElísabetValdimarsd... .pdf258KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna