is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18252

Titill: 
  • Skilvirkni markaða
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sú skilgreiningarsetning sem sett var fram af Eugene Fama „að verð á markaði innihaldi allar þær upplýsingar sem markaðsaðilum standa til boða“ og eru því skilvirkir hefur á seinustu áratugum legið undir mikilli gagnrýni. Kemur hún aðallega frá undirsviði hagfræðinnar sem nefnist Atferlishagfræði, þar sem brúaðar eru saman kenningar hugrænnar sálfræði og hagfræði. Inntak atferlishagfræðinnar er að skilningur á virkni markaða er aðeins mögulegur með því að skoða raunþætti hegðunar og ákvörðunartöku. En þar má finna allskyns bjaganir og kerfislægar villur í ákvörðunartöku sem gengur gegn forsendum kenningarinnar um skilvirka markaði. Afleiðingin hafa verið deilur sem nú hafa staðið yfir svo áratugum skiptir, án sjáanlegrar lausnar. En nú á 21. öldinni eru merki að mögulega sé kominn kenningargrunnur sem sætt getur báðar hliðar stríðandi fylkinga. Kenning nefnist aðlögun markaða og á rætur sýnar að rekja til þróunarkenninga, þar sem mörkuðum er lýst sem vistkerfum þar sem tegundir fjárfesta lifa og þróast í takt við náttúruval. En með kenningunni má skýra bæði skilvirkni markaða og atferlisbjaganir.
    Viðfangsefni þessa lokaverkefnis til MS gráðu í fjármálahagfræði er að gera grein fyrir kenningunni um skilvirka markaði, hvort rétt sé að hafna henni nú og þá hvers vegna. Til að það sé möguleiki er fjallað um upphaf og þróun skilvirkni markaða, gerð grein fyrir kenningum atferlishagfræðinnar og farið yfir gagnrýni tengda henni. Einnig er gerð markaðsgreining á íslenskum skuldabréfamarkaði með það að leiðarljósi að kanna hvort kenningin um skilvirka markaði eigi við um íslenskan skuldabréfamarkað og að lokum er síðan fjallað um kenningu aðlögun markaða og hvað ályktanir hún dregur um skilvirkni og atferlisbjaganir.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skilvirkni markaða ób2.pdf6.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna