is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18257

Titill: 
  • Kenningar nýsköpunarfræðanna og gildi þeirra í ferli QuizUp. Eigindleg rannsókn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Nýsköpun gegnir mikilvægu hlutverki í okkar síbreytilega samfélagi. Tækniframfarir, þróun og hærri lífsgæði eru nátengd því ferli sem frumkvöðlar takast á við í að skapa nýjar vörur og þjónustur sem geta breytt og einfaldað daglegt líf, ásamt því að glæða veruleika okkar lífi með nýjum þjónustum og áhugamálum sem við vissum ekki af áður. Í sífellt stafrænni heimi þar sem að afþreying verður sífellt stærri hluti af tilveru okkar, myndast mikil tækifæri fyrir frumkvöðla til þess að mæta eftirspurn og skapa nýjar þjónustur og form afþreyingar og skapa með því gróða á nýjum markaði.
    Þessi rannsókn beinir spjótum sínum að framenda nýsköpunnar og hefðbundinni aðferðafræði hennar, ásamt nýstárlegum kenningum Ries, Blank og Dorf um þróun nýsköpunnar í sprotafyrirtækjum. Óvissustigið sem fylgir hugmyndavinnunni, mikilvægi lærdóms yfir heildarferlið, mikilvægi upplýsinga og öflun þeirra ásamt heildarferli fyrirtækja í nýsköpun var til skoðunnar. Litið var til skrifa sem útskýra báðar kenningar, þ.e. hina hefðbundnu nálgun nýsköpunnar og ferli nýsköpunnar í sprotafyrirtækjum. Önnur hugtök á borð við lærdómskúrvuna, A-B prófnir og þættir sem hafa áhrif á velgengi í nýsköpun voru einnig til skoðunnar.
    Annar hluti rannsóknarinnar snýr að þeirri aðferðafræði sem rannsakandi studdist við í greiningu niðurstaðna rannsóknar sinnar, þ.e viðtölum og gagnasöfnun, til þess að útskýra mat rannsakanda á hvor nálgun til nýsköpunarfræðanna, eigi við.
    Í þriðja hluta rannsóknarinnar greinir rannsakandi ferli íslenska fyrirtækisins Plain Vanilla í þróun þeirra á leikjum sínum tveim, Moogies og Quiz-up. Rannsakandi framsetur niðurstöður gagna sem hann aflaði sér með viðtölum við stjórnendur Plain Vanilla og leitast við að greina ferlið, þ.e. hvernig þeir gera hlutina og hvers vegna þeir náðu árangri.
    Í fjórða og síðasta hluta rannsóknarinnar verður ferli Plain Vanilla borið saman við kenningarnar tvær sem kynntar voru til leiks í fyrsta hluta og leitast verður við að komast að niðurstöðu um hvor kenningin eigi við í máli Quiz-up, ásamt lokaorðum og takmörkunum rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bachelor Ritgerð Sverrir Helgason.pdf832.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna