is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18258

Titill: 
  • Vinnustaðapólitík kynjanna. Þurfa konur að tileinka sér leikreglur karla til að ná meiri árangri?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á vinnustaðapólitík kynjanna og kanna muninn á þátttöku þeirra og árangri í slíkri pólitík. Tvær rannsóknarspurningar eru settar fram, en þær fjalla um hvort karlar og konur stundi vinnustaðapólitík á ólíkan hátt og hvort konur þurfi að tileinka sér leikreglur karla til að ná meiri árangri. Með því að beita vinnustaðapólitík gera starfsmenn tilraun til að nota áhrif sín og völd til að ná persónulegum markmiðum, svo sem að fá launa- og stöðuhækkun. Hún felur alltaf í sér aðgerðir í eigin þágu. Fólk sem er annað hvort algjörlega ópólitískt eða mjög pólitískt innan vinnustaða þarf að gjalda fyrir hegðun sína. Hjá þeim fyrrnefndu getur það birst í hægum stöðuhækkunum og að viðkomandi finnist hann vera skilinn útundan. Hinir síðarnefndu eiga á hættu að vera taldir sjálfmiðaðir og glata trúverðugleika sínum. Einstaklingar á báðum endum pólitíska sviðsins geta verið taldir lélegir liðsmenn innan fyrirtækis, en hæfilegt magn af skynsamlegri pólitískri hegðun er almennt talið gagnlegt til að lifa af í flóknum fyrirtækjum.
    Greint verður frá fræðilegri umfjöllun um vinnustaðapólitík og ljósi varpað á stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði, staðalímyndir kynjanna og tilfinningagreind. Því næst verður fjallað um rannsóknaraðferð, en tekin voru djúpviðtöl við átta einstaklinga með 20 til 30 ára starfsreynslu. Þátttakendur voru valdir með hentugleikaúrtaki, sem felur í sér að rannsakandi þekkir eða kannast við þá alla og hefur auðveldan aðgang að þeim.
    Helstu niðurstöður rannsóknar gefa til kynna að karlar og konur stundi vinnustaðapólitík á ólíkan hátt; karlar taki meiri þátt í henni en konur og beiti öðrum aðferðum; þeir beiti henni frekar til að fá stöðuhækkanir, á meðan konur beiti henni til að verja sig. Karlar séu árangursmiðaðir í sínum bandalögum, á meðan konur myndi klíkur til að verja sína hagsmuni; karlar tali saman í bakherbergjum og taki ákvarðanir, á meðan konur baktali hver aðra; karlar séu duglegir að virkja tengslanet sín utan vinnutíma, á meðan konur setji heimilið í forgang; og að karlar séu vanir að gera greiða gegn greiða, á meðan konur séu feimnar að innkalla greiða. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að konur þurfi að tileinka sér leikreglur karla í vinnustaðapólitík til að ná meiri árangri, ef þær kjósa það.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study is to address organisational politics and to examine the difference between men‘s and women‘s participation and success is such politics. Two hypotheses were formularised: Are men and women participating in organisational politics in a different way, and do women need to adopt men‘s rules for more success? Organisational politics are attempts by employees to use their influence and power to achieve personal goals, such as increased pay and promotion. Tactics are always self serving. Employees, either totally unpolitical og highly political within the workplace, usually pay a high price for their behaviour. The former can appear in slow promotions and that person can feel being left out, while the latter includes the risk of being called self-centred and lose its credibility. People on both ends of the political spectrum can be considered poor team members within the organisation, but a reasonable amount of rational political behaviour is generally considered a tool to survive in complex organisations.
    Organisational politics will be discussed speculatively and men‘s and women‘s status on the labour market will be covered, as well as gender stereotypes and emotional intelligence. The research method will be explained in the following chapter. Eight individuals, each with 20 to 30 year experience on the labour market, were interviewed. The convenience sample method was used, whereas the researcher knew or was familiar with all participants, with an easy access to them.
    The study‘s findings imply that men and women participate in organisational politics in a different way. They imply that men are more active in it and apply different tactics; men use it for promotion, while women use it for protection; men are more result driven in their coalitions, while women are teaming up to protect their interest; men have conversations in back rooms and make decisions, while women run each other down; men are active in networking outside the workplace, while women put their home first; and men are used to giving and receiving favours, while women are shy in recalling favours. Findings suggest that women need to adopt men‘s rules in organisational politics to reach greater success in the labour market, if they wish.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18258


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Halldóra Katla Guðmundsdóttir lokaútgáfa.pdf897.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna