is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18268

Titill: 
  • Kvenhetjur í fantasíum. Kynhlutverk og fjölskyldutengsl í Twilight og The Hunger Games
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undanfarin tíu ár hafa vinsældir fantasía fyrir unglinga með kvenhetjur í aðalhlutverkum aukist til muna. Ungar kvenhetjur hafa sótt í sig veðrið og í ritgerð þessari verða tvær sögurpersónur, Bella Swan og Katniss Everdeen úr vinsælu bókaflokkunum Twilight og The Hunger Games, skoðaðar og bornar saman. Bækur þessar eiga það sameiginlegt að kynna fyrir lesendahóp sínum sterkar kvenhetjur, konur sem ungir lesendur geta tekið sér til fyrirmyndar. Markaðshópurinn fyrir þessar skáldsögur er talsvert ungur og bækurnar eru oftar en ekki markaðssettar fyrir konur frekar en karla. Ég mun fara yfir persónusköpun kvenhetjanna, athuga hvernig og hvort kvenleiki þeirra hefur áhrif á hetjulund þeirra, hvernig tilvera þeirra er skilyrt og sköpuð af tengslum þeirra við fjölskyldu, sér í lagi við mæður þeirra og við karlmennina í lífi sínu. Við greiningu mína mun ég sérstaklega styðjast við kenningar Adrienne Rich, Marianne Hirsch og Hilary S.Crew, en þær hafa allar á sinn hátt fjallað um það hvernig sambönd mæðra og dætra eru túlkuð í skáldskap kvenna og hvernig konur eru hetjugerðar í bókmenntum. Þær tvær kvenpersónur sem greindar verða í ritgerðinni, Bella og Katniss, eru skrifaðar af tveimur kvenrithöfundum, Stephenie Meyer og Suzanne Collins. Ég mun velta fyrir mér hvernig hetjulund þeirra er skilgreind af höfundum sínum, og hvernig tengsl þeirra við fjölskyldu, ástvini og mæður hafa áhrif á þroskaför söguhetjanna. Bæði Bella og Katniss eru aðalsöguhetjur skáldsagnaflokka sinna, en hetjulund þeirra er gjörólík, Bella finnur hetjulund sína með því að gefa sig undir fornfáleg kynhlutverk, á meðan Katniss brýst undan hugmyndum samfélags síns um hlutverk kvenna.

Samþykkt: 
  • 13.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18268


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ABF241L - Lokaritgerðin.pdf405.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna