ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1828

Titill

Regnboginn á óteljandi liti : börn og ljóðagerð,hagnýtar upplýsingar-heild

Útdráttur

Í ljós hefur komið að börn velja að öllu jöfnu hefðbundin ljóð með sterku rími og hrynjandi. Einnig sýna rannsóknir fram á að börn kjósa helst stutt og hnitmiðuð ljóð sem gott er að tengja við nútímann. Þrátt fyrir þessa uppgötvun er börnum að öllu jöfnu tamara að yrkja án ríms og án sérstakra formerkja. Kennarinn gegnir veigamiklu hlutverki í ljóðaskrifum barna þar sem áhugi hans og virkni getur stuðlað að auknum áhuga í barnahópnum. Einnig er það í verkahring kennarans að hvetja ung ljóðskáld til dáða og kveikja hjá þeim löngun til að semja eigin ljóð.
En hvað eru ljóð? Ljóð færa hljóð og tilfinningar í orð og koma slíku skikki á þau að bæði skáldið og lesandinn fái nýja sýn á lífið. Helstu einkenni ljóðformsins er að öllu jöfnu fremur knöpp, afmörkuð heild, oft með einkennum bundins máls, svosem ríms þó það sé ekki algilt. Texti ljóðanna einkennist af sérstökum hugblæ og tilfinningum sem settar eru upp á myndrænan hátt með lýsandi orðum.

Athugasemdir

Leikskólabraut

Samþykkt
1.9.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Microsoft Word - H... .pdf437KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna
Regnboginn_forsida.pdf57,8KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Regnboginn_ljodabo... .pdf313KBOpinn Ljóðabókarhandrit PDF Skoða/Opna