is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18286

Titill: 
  • Tengsl s-25(OH)D við sykurefnaskipti sjúklinga með brátt kransæðaheilkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur og markmið: Undanfarin ár hafa komið fram vísbendingar um að D-vítamín hafi hlutverki að gegna í blóðsykurstjórnun og meingerð sykursýki en fáar, ef nokkrar, rannsóknir hafa skoðað þetta hugsanlega samband hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Markmið þessarar rannsóknar voru því að skoða mögulegt samband milli D-vítamínstyrks í blóði og sykurefnaskipta í sjúklingum með slíkt heilkenni og kanna D-vítamínstyrk í blóði sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti annars vegar og skert sykurþol eða sykursýki hins vegar.
    Aðferðir: Þátttakendur (N=108, meðalaldur=63,5 ár, hlutfall karla=82%) voru sjúklingar sem lögðust inn á hjartadeild Landspítala með BKH frá 1. júní 2013 til 31. janúar 2014. 8-12 vikum eftir útskrift voru sjúklingarnir kallaðir inn í sykurþolspróf (SÞP) og mælingu á fastandi blóðsykri (FPG), langtímablóðsykri (HbA1C) og D-vítamínmagni í blóði (mælt sem s-25(OH)D). Sjúklingunum var svo skipt í hópana „eðlileg sykurefnaskipti“, „skert sykurþol“ og „sykursýki“ og var sú flokkun byggð á versta mæligildi allra ofannefndu blóðsykurmælinganna og voru fyrirfram ákveðin blóðgildi höfð að leiðarljósi við skiptinguna.
    Niðurstöður: 28% sjúklinganna voru með eðlileg sykurefnaskipti, 60% voru með skert sykurþol og 12% voru með sykursýki af gerð 2. Miðgildi (IQR) 25(OH)D hjá sjúklingum með eðlileg sykurefnaskipti var 67,8 (47-87,8) nmól/L og voru 37% sjúklinganna með D-vítamínskort (25(OH)D <50 nmól/L). Miðgildi 25(OH)D hjá sjúklingum með skert sykurþol eða sykursýki var 51,9 (38,3-85,4) nmól/L og voru 46% þeirra með D- vítamínskort. Munur D-vítamíngildanna milli hópanna var þó ekki tölfræðilega marktækur. Neikvæð fylgni var á milli 25(OH)D og fastandi blóðsykurs (r=-0,21, p<0,05). Einnig var leitni í átt að neikvæðri fylgni á milli 25(OH)D og HbA1C en hún var þó ekki tölfræðilega marktæk (p=0,08). Lógístísk aðhvarfsgreining leiddi í ljós að fyrir hverja 10 nmól/L hækkun í D-vítamínstyrk minnkaði gagnlíkindahlutfall þeirra sem voru með óeðlileg sykurefnaskipti (skert sykurþol eða sykursýki) um 25% (OR=0,75; CI=0,60-0,95; p<0,01).
    Ályktanir: Niðurstöður gefa til kynna að neikvæð fylgni sé á milli D-vítamíns og truflunar á sykurefnaskiptum og því er hugsanlegt að lækkaður styrkur 25(OH)D gæti haft áhrif á sykurefnaskipti og jafnvel verið áhættuþáttur í meingerð sykursýki. Íhlutandi rannsókna á þessu sviði er þó þörf til að staðfesta slíkt orsakasamband.

Samþykkt: 
  • 15.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_ESO2.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna