is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18296

Titill: 
  • Vöðvavirkni miðlæga og hliðlæga aftanlærisvöðva við framkvæmd Nordic hamstring æfingar. Áhrif mismunandi stöðu sköflungs
  • Titill er á ensku Muscle activation of the medial and lateral hamstring muscle during Nordic hamstring exercise. Effects of different position of the tibia
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vöðvatognanir og fremri krossbandsslit eru algeng og erfið meiðsli og leitast fagaðilar við að finna leiðir til að stytta endurhæfingartíma og koma í veg fyrir að þau gerist aftur. Styrkur og virkni aftanlærisvöðva hefur verið töluvert rannsakaður en aftur á móti hefur lítið verið rannsakað hvort hægt sé að virkja miðlæga eða hliðlæga hluta aftanlærisvöðva sérhæft. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna styrk við mismunandi stöðu sköflungs og vöðvavirkni aftanlærisvöðva við mismunandi stöðu sköflungs við framkvæmd Nordic hamstring (NH) æfingar til að sjá hvort hægt væri að hafa áhrif á virkni miðlægra eða hliðlægra aftanlærisvöðva. Leitað var eftir þátttöku 40 hraustra einstaklinga, 20 kvenna og 20 karla. Þátttakendur gengust undir vöðvarafritsmælingu með yfirborðselektróðum við framkvæmd NH æfingar ásamt styrkmælingu í KinCom® tæki. Mældir voru miðlægir og hliðlægir aftanlærisvöðvar á hvorum fæti með mismunandi stöðu á sköflungi. Helstu niðurstöður voru þær að við fjölþátta dreifnigreiningu (ANOVA) fundust ein aðaláhrif, að aftanlærisvöðvar virkjuðust mest að jafnaði í hlutlausri stöðu og minnst þegar sköflungur var í innsnúningi (p<0,05). Marktæk víxlhrif fundust svo milli vöðva og æfinga en mismunandi staða sköflungs við NH æfingu hafði almennt meiri áhrif á hliðlægan en miðlægan hluta aftanlærisvöðva. Marktæk víxlhrif fundust einnig milli vöðva og æfinga (p<0,05). Hliðlægur aftanlærisvöðvi virkjaðist marktækt minnst í innsnúningi sköflungs (p<0,05) og miðlægur aftanlærisvöðvi virkjaðist marktækt mest í hlutlausri stöðu sköflungs. Vöðvavirkni við framkvæmd styrkmælinga í KinCom® var marktækt meiri en við framkvæmd NH æfingar (p<0,05). Líkt og við framkvæmd NH æfingar hafði staða á sköflungi mest áhrif á hliðlægan aftanlærisvöðva í styrkmælingum og var virkni hans minnst við innsnúning á sköflungi. Teljum við útfrá okkar niðurstöðum sem og öðrum útgefnum fræðum, að hagstæðast reynist að framkvæmd NH æfinguna með sköflung í miðstöðu. Frekari rannsókna er þörf á sértækri vöðvavirkni aftanlærisvöðva til að túlka okkar niðurstöður betur með tilliti til sértækra markmiða við framkvæmd NH æfingar.

  • Útdráttur er á ensku

    Hamstring muscle strains and anterior cruciate ligament tears are common and difficult injuries. Shortening the rehabilitation time after such injuries and preventing re-injury is therefore a common goal amongst practitioners. The strength of the hamstring muscles after hamstring graft reconstruction (HG) has been studied considerably. However, the specific medial/lateral muscle function has not. The purpose of this study was to examine hamstring strength with different rotation of the tibia and muscle activation of the medial and lateral hamstring muscles during the Nordic hamstring exercise (NH) and the effects of different rotation of the tibia. Participants were 40 healthy individuals, 20 women and 20 men. Participants underwent electromyographic measurement while performing the NH. Strength was measured using a KinCom® isokinetic dynometer and muscle activity of the medial and lateral hamstring muscles was measured with different rotation of the tibia. Using ANOVA, one main effect was found. Muscle activation was highest in the hamstring muscle with the tibia in neutral position and lowest with the tibia internally rotated (p<0,05). Significant cross-effects were found between the muscles and exercise. Different rotation of the tibia had more influence on the lateral hamstring muscles than the medial hamstring muscles. Lateral hamstrings activation was lowest with the tibia internally rotated (p<0,05) and medial hamstrings activation was highest with the tibia in neutral position (p<0,05). Muscle activation during KinCom® measurements was significantly higher than during the NH exercise (p<0,05). Just like during the NH exercise, tibial rotation had more effect on the lateral hamstrings than the medial hamstrings as it’s activation was lowest with the tibia rotated internally. Our conclusion is given the data we collected and other published studies, that NH exercise is best performed with neutral rotation of the tibia. Further research is needed on specific activation of the hamstrings muscle to interpret our findings considering specific goals with the NH exercise.

Samþykkt: 
  • 16.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna