is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18303

Titill: 
  • Tölvuleikir og athygli: Eru tengsl á milli tölvuleikjaspilunar og sjónrænnar athygli?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sívaxandi vinsældir tölvuleikja hafa vakið upp áhuga á þeim áhrifum sem þeir kunna að hafa á þroska og líðan þeirra sem þá spila. Flestar rannsóknir á tölvuleikjum hafa snúið að óæskilegum afleiðingum þeirra, fyrst og fremst ýgi (e. aggresssion) og ofbeldi. Nýlega hafa þó augu fræðimanna beinst að ákjósanlegum afleiðingum tölvuleikja, en tölvuleikjaspilun hefur til dæmis verið tengd við bætta frammistöðu á ýmsum verkefnum tengdum athygli og viðbragðshæfni og virðast tölvuleikir sömuleiðis nýtast vel sem þjálfunar- og lærdómstæki. Þessi rannsókn kannar tengsl tölvuleikjaspilunar við sjónræna skipta athygli. Reyndir tölvuleikjaspilarar voru bornir saman við óreynda á tveimur sjónleitarverkefnum, einu sem reyndi á miðlæga athygli og öðru sem reyndi á skipta athygli. Reyndir og óreyndir spilarar sýndu sömu getu í miðlægri athygli en reyndir tölvuleikjaspilarar sýndu betri getu í skiptri athygli. Þetta bendir til þess að tengsl séu milli tölvuleikjaspilunar og bættrar getu í skiptri athygli.

Samþykkt: 
  • 16.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Final.pdf281.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna