is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18309

Titill: 
  • Áhrif væntinga um framleiðni á atvinnustig. Tengsl hlutabréfaverðs, fjárfestinga og atvinnustigs
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Væntingar um framleiðni í framtíðinni skipta miklu máli þegar stjórnendur í fyrirtækjum taka ákvarðanir um ráðningu nýrra starfsmanna. Ef væntingar aukast, þá fjölgar ráðningum og atvinnuleysi minnkar, ef dregur úr væntingum gerist hið gagnstæða. Í þessari ritgerð eru notaðar hlutabréfaverðsvísitölur til að meta þessar væntingar. Vísitölurnar eru leiðréttar fyrir framleiðniaukningu vinnuafls. Markmiðið er að finna orsakasamband milli hlutabréfaverðs, atvinnustigs og fjárfestingar sem hlutfall af landsframleiðslu. Skoðaðar voru vísitölur átta landa yfir tímabilið 1960 til 2011, einnig var Ísland skoðað yfir tímabilið 1993 til 2012.
    Tölfræðitækin sem notast voru við eru: Granger orsakapróf, VAR greiningar, áfallagreiningar og línulegar aðhvarfsgreiningar. Helstu niðurstöður voru:
    • Hlutabréfaverð spáði best fyrir atvinnustigi og fjárfestingu þegar notast var við fjögur til átta ára gömul hlutabréfaverðsgildi í línulegri aðhvarfsgreiningu.
    • Núlltilgátunar „Hlutabréfaverð orsakar ekki atvinnuleysi“ og „Hlutabréfverð orsakar ekki fjárfestingu“ var hafnað fyrir næstum öll lönd við innan við 5% P-gildi.
    • VAR líkön fyrir breytingum í atvinnuleysi (D(U)) útskýrði um og yfir 70% af D(U) . Tafin gildi af hlutabréfaverði (D(Q)) fyrir D(U) voru nær alltaf marktæk við 5% P-gildi.
    • VAR líkön og línulegar aðhvarfsgreiningar sýndu alltaf neikvætt samband milli hlutabréfaverðs og atvinnuleysis. Jákvætt samband milli hlutabréfaverðs og fjárfestingar. Neikvætt samband milli fjárfestingar og atvinnuleysis.
    • Svipaðar tölfræðiniðurstöður birtust um Ísland og fyrir önnur lönd.

Samþykkt: 
  • 16.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif væntinga um framleiðni á atvinnustig.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna