is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18316

Titill: 
  • Tíðni átröskunareinkenna og viðhorf til líkamsímyndar meðal stúdenta við Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samhliða aukinni offitu í hinum vestræna heimi er talið að tíðni átröskunar hafi aukist jafnt og þétt. Mikið álag getur fylgt því að stunda háskólanám og virðist það ýta undir átröskunareinkenni meðal háskólastúdenta. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi átröskunareinkenna meðal nemenda við Háskóla Íslands og skoða hversu margir falla í áhættuhóp og uppfylla tilvísunarviðmið. Einnig voru ákveðin hegðunarmynstur skoðuð sem tengjast átröskunareinkennum og viðhorfum til líkamsímyndar. Spurningalisti var sendur út á rafrænu formi í febrúar 2014 og tóku alls 1115 nemendur þátt. Konur voru í meirihluta svarenda eða 976 (87,5%) á móti 139 körlum (12,5%).
    Við gerð rannsóknar var notast við staðlaðan spurningalista sem kallast Eating Disorder Inventory-3 Referral Form (EDI-3 RF). Rannsakendur bættu að auki við fjórum spurningum tengdum þeim þáttum sem þeir vildu kanna nánar. Niðurstöður rannsóknar sýndu að meirihluti þátttakenda eða rúmlega 60% voru í kjörþyngd. Mun fleiri þátttakenda mættu tilvísunarviðmiðum lotugræðgi eða 14,4% en fyrir megrunarþráhyggju (5,7%). Talsvert hlutfall nemenda höfðu síðustu þrjá mánuði stundað viðnámshegðun að einhverju tagi. Lítill hluti nemenda (2,5%) hafði notað hægðalosandi lyf til að stjórna þyngd sinni og líkamslögun. Enn fleiri nemendur höfðu framkallað uppköst eða 7,6% og voru kvenkyns þátttakendur fjórum sinnum líklegri en karlkyns til að sýna slíka hegðun. Talsverður hluti nemenda tjáði óánægju með eigin líkama og voru karlar með mun jákvæðari líkamsímynd en konur. Þessar niðurstöður sýna fram á mikilvægi eflingar forvarnarstarfs á meðal nemenda í háskólum landsins.
    Lykilorð: átröskun, háskólastúdentar, líkamsímynd, kynjaskipting, streita.

Samþykkt: 
  • 19.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marín Björg Guðjónsdóttir og Sigurlaug Ása Pálmadóttir.pdf4.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna