is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/18322

Titill: 
  • Almenn kvíðaröskun aldraðra. Fræðileg umfjöllun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Almenn kvíðaröskun er ein nokkurra kvíðaraskana í DSM-5 greiningarkerfinu. Þessi röskun er algeng meðal aldraðra þó tíðni hennar sé lægri en í yngri aldurshópum. Almenn kvíðaröskun er alvarleg röskun sem hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks. Samkvæmt líffræðilegum kenningum er talið að einhver afbrigðileiki í stjórnun HPA ássins ásamt skorti á taugaboðefninu GABA eigi þátt í að almenn kvíðaröskun þróist. En samkvæmt hugrænum kenningum er almenn kvíðaröskun tilkomin vegna skekkju í hugsun svo athygli beinist að hugsanlegri ógn í umhverfinu. Megineinkenni almennrar kvíðaröskunar eru áhyggjur. Viðhorf fólks til áhyggna er bæði jákvætt og neikvætt. Fólk heldur að það komi í veg fyrir að eitthvað slæmt hendi með því að hafa áhyggjur og síðan hefur það áhyggjur af því að missa stjórn á þessum áhyggjum. Megin meðferðir við kvíðaröskunum eru lyfjameðferð og sálfræðimeðferð. Algengasta sálfræðimeðferðin og sú sem hefur mest verið rannsökuð er hugræn atferlismeðferð. Komið hefur fram í allsherjargreiningum að árangur lyfjameðferðar og hugrænnar atferlismeðferðar er nokkuð áþekkur. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir að ýmsar aukaverkanir fylgi lyfjameðferð hefur lyfjameðferð aukist á kostnað sálfræðimeðferða. Galli við hugræna atferlismeðferð er sá að mikið brottfall er úr meðferð. Á síðari árum hefur ný meðferð rutt sér til rúms en hún byggir á því að fólk ábyrgist og samþykki tilfinningar sínar. Þessi meðferð virðist hafa það fram yfir hugræna atferlismeðferð að minna brottfall er úr henni, hins vegar er skortur á rannsóknum á árangri þessarar meðferðar.

Samþykkt: 
  • 19.5.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/18322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs ritgerð 15.pdf332.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna